<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, mars 22, 2006

Sakleysi
Við höfum örugglega öll lent í því að vera að hlusta á lag í útvarpinu og misheyrt eða misskilið eitthvað í textanum ... tja ég geri það heldur betur fyrir nokkrum árum þegar ég heyrði nýja "jólalagið" hans Tom Jones og söng um stræti Egilsstaðabæjar:
"santa claus, santa claus, you're my santa claus"
Þetta var að sjálfsögðu lagið "sex bomb" en mér finnst mín útgáfa miklu betri.

Bandý í Svíþjóð
Fyrir bandýáhugamenn. Ég er að fara til Svíþjóðar á HM 2006 og ef ykkur vantar eiginhandaráritanir frá hetjunum ykkar látið mig vita og ég reyni að redda því!!mánudagur, mars 13, 2006

Þessir karlmenn...
Karlmenn geta verið ótrúlega bíræfnir. Í gær bað karlmaður mig um símanúmerið mitt alveg uppúr þurru. Ég var nú ekki alveg á því að gefa honum það og sagði við hann að ég ætti frábæran kærasta og auk þess væri hann alls ekki mín týpa. Ég sá að hann varð vandræðalegur en hann skyldi sko alls ekki fá að sleppa svo auðveldlega. Ég sagði við hann að ég væri nú sko miklu meira en útlitið en þið ógeðispöddurnar hugsið bara með heilanum á milli fótanna. Hann væri bara helvítis perri að reyna svona við mig.
Þá sagði hann við mig BARA til að reyna að redda sér að það væri nú venjan að fá símanúmerið hjá fólki þegar það leigði dvd-myndir í fyrsta sinn og væri ekki á skrá. "Góð tilraun PERRINN ÞINN..." En fáránleg afsökun. Ég sagði honum að troða myndinni þar sem sólin ekki skini og strunsaði út úr videoleigunni. Ég fékk kannski ekki dvd-myndina en ég gekk allavega út með sjálfsvirðinguna.föstudagur, mars 03, 2006

Kennslustund fyrir Reykvíkinga:
Ókei - Reykvíkingar eru kannski almennt betri en landsbyggðarfólk í að skipta um akrein, leggja samsíða og keyra í gegnum hringtorg en það er eitt sáraeinfalt atriði sem hefur gleymst að kenna þeim. Það er pinni vinstra megin við stýrið sem hægt er að færa upp og niður. Með notkun þessa pinna kveikir maður á stefnuljósinu sem sýnir öðrum ökumönnum í hvaða átt þeir ætla. Það skiptir kannski ökumanninn sjálfan litlu máli hvort hann gefi stefnuljós eða ekki en það getur skipt aðra ökumenn og gangandi vegfarendur miklu máli. Ég vona að þessi stutta kennslustund hafi komið að einhverju gagni og Reykvíkingar skrifi þetta niður hjá sér, fari síðan út í bíl og prófi sig áfram. Í staðin skal ég fara á afvikinn stað og fara að æfa mig í að leggja samsíða sem er mér gjörsamlega ómögulegt.This page is powered by Blogger. Isn't yours?