<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Og það styttist í Köben hjá okkur Margréti. Fljúgum út klukkan 7:30 á föstudagsmorguninn með tómar töskur, lendum klukkan 11:40. Við höfum 48 klukkutíma til að fylla okkur og töskurnar og komum svo endurnærðar heim. Getur ekki klikkað og ég hlakka mikið til :)



þriðjudagur, janúar 25, 2005

Íþróttameiðsli!!
Er ekki svoldið kúl að verða fyrir íþróttameiðslum? Mér fannst systir mín kúl að fótbrotna á skíðum og það er svoldið töff að togna í hita leiksins í fótbolta eða körfubolta. Ég er hins vegar ekki alveg jafn kúl þegar það kemur að mínum meiðslum eins og sést hefur síðustu 2 vikurnar. Ég byrjaði á því að togna í úlnliðnum í þeirri stórhættulegri íþrótt sem nefnist blak og í gær tábrotnaði ég þegar ég var í sundi að æfa baksund en það er allra sunda hættulegast eins og alþjóð veit.



föstudagur, janúar 14, 2005

Elsku frænkurnar mínar. Ég er sko ekki farin neitt langt. Ég er endilega til í að skrifa hérna eitthvað en þá verða vinir og vandamenn að hætta að bögga mig :) Að því að ég er greinilega með meira málæði en þið, þá bjó ég til mína eigin síðu þar sem ég get blaðrað á hverjum degi. Þetta verður svona spari :)

Ég er líka byrjuð í átaki. Mesta átak sem ég hef farið í í 27 ár. Lokaður tími með fáum konum, mælingar, matardagbók og markmiðasetningar og þótt ótrúlegt sé, ..mjög gaman. Það er alltof langt síðan ég hef hreyft mig og kominn tími til að ná 2 óléttum af mér. Ég var eins og auli í gær, hrikalega taktlaus, rauð eins og epli og svitinn dropaði af mér. Ég hélt bara að ég ætti þetta ekki til. Og í morgun eftir að ég var búin að taka Rakel Birtu til í leikskólann þá fór ég EKKI aftur upp í rúm að sofa. Það er líka langt síðan það hefur gerst. Svo þegar ég er komin í gott form, þá ætla ég að taka Soffíu frænku mér til fyrirmyndar og hlaupa þangað til fer að blæða úr andlitinu á mér!

Já Köben-ferðin verður sko fín! Hlakka mikið til að fara í flugvél og geta bara setið og t.d. lesið, eða horft út í loftið... ekkert hnoð, bleyjuskiptingar, heimt, pirringur o.s.frv. ... Ekki nema að Magga sýni á sér nýjar hliðar....... Ferðin er samt sem áður í stysta lagi, gat ekki hugsað mér að vera lengur því ég hef aldrei prófað að vera meira en sólarhring í burtu frá krílunum. ÞEtta ætti nú samt að sleppa :) Bara 2 vikur.....



þriðjudagur, janúar 11, 2005

Inga það er BANNAÐ að yfirgefa síðuna.. hvernig geturðu gert okkur það. Ég lofa að fara að skrifa aftur BARA til þess að fá þig aftur þó ég hafi nákvæmlega ekki neitt að segja :(

Allt gengur sinn vanagang... við erum komin aftur á Laugarvatn og mig er farið að dreyma einkennilega drauma aftur inn í þessu húsi þó að Sigfús húsdraugur hafi ekki náð að hrekkja mig hingað til. Ég held að hann hafi átt einhvern þátt í ófærðinni á leiðinni sem varð til þess að við Elva komumst nær dauða en lífi aftur á Vatnið eftir skaðræðisferð. Stuttu eftir að á áfangastað var komið lægði og aðeins um skæðadrífu að ræða.

Nokkrir menn hafa fengið inngöngu í manager liðið mitt og má þar nefna Alan Smith úr Man Utd og Joe Cole úr Chelsea sem eru vel til hlutverksins fallnir. Föður mínum fannst þessi skyndilegi ofuráhugi á enska boltanum yfir jólin frábær og skemmtum við okkur saman við að horfa á leiki og hvetja okkar menn áfram.







föstudagur, janúar 07, 2005

Jæja... þar sem mér hefur verið bent of oft á að innrás mín á vef syndugu systranna hafi gert það að verkum að nú heyrist ekki múkk frá þeim... þá dreg ég mig hér með úr félagsskapnum og vona að við förum að heyra einhverjar syndir aftur. Takk fyrir samveruna systur.... ég á samt sem áður eftir að kíkja daglega og kommenta eins og kreisí.

www.iddibadda.blogspot.com
Þessi síða var stofnuð í sumar, ég nennti náttúrlega aldrei að skrifa en nú ætla ég hér með að blaðra eins og ég vil um allt og ekkert án nokkurs samviskubits yfir einokun :)

Leiterspeiter



þriðjudagur, janúar 04, 2005

Ég ákvað það á gamlársdag að hætta þessum árlegum pælingum um hvort ég eigi að gerast styrktarforeldri barns og sló til. Núna fær Apiyo Ketty 10 ára stúlka frá Uganda að njóta skólagöngu og læknisaðstoðar vegna 950 króna sem teknar eru af mér á mánuði. Mamma hennar var drepin af uppreisnarmönnum í fyrra og pabbi hennar hann Alfonsio sem er smábóndi, fól móðursystur Ketty, henni Santa, börnin því hann getur ekki annast þau. Hún sér um 5 aðra munaðarleysingja, þar af 2 systkyni Ketty.
..... ég segi nú bara, af hverju var ég ekki löngu búin að þessu??......



mánudagur, janúar 03, 2005

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla.
Núna er síðasti fuglinn floginn úr hreiðri foreldra minna og það var ekki laust við að það væru blendnar tilfinningar í gangi þegar ég heyrði í pabba í morgun. " Jú jú þetta er náttúrlega spennandi, en maður er strax farinn að sakna hans". Zoffi bróðir yfirgaf okkur fyrir Danmörku kl 7:30 í morgun þar sem hann mun dvelja eitthvað inn í sumarið. Ég var á báðum áttum í morgun þegar ég kvaddi hann hvort ég ætti ekki bara að hoppa með, koma honum á leiðarenda, búa um hann og pakka upp úr töskunum. Þeir sem þekkja Zoffa vita að hann hefur aldrei gert neitt þessu líkt - en hefur aftur á móti lengi langað og finnst mér hann eiga hrós skilið fyrir kjarkinn að skella sér. Mestu áhyggjurnar hef ég samt af því hvernig hann þvoi þvottinn sinn. Ég veit nefnilega ekki til þess að hann hafi gert svoleiðis. Ætli hann stafli þessu ekki bara inn í skáp og bíði svo eftir að Sandra komi í heimsókn, ég vona það eiginlega svo að hann fari sér ekki að voða.

Veikindi herja á fjölskylduna enn einu sinni og hafa gert það nánast allar hátíðirnar. Þetta er orðin helst til þreytandi og fjölskyldumeðlimir orðnir frekar þreytulegir með stóra bauga.

Ég ákvað að strengja 2 áramótaheit. Ég er reyndar ekkert fyrir svoleiðis því sjálfsaginn er enginn hjá mér og ég man ekki eftir að hafa nokkurntíma klárað janúar án þess að áramótaheitið væri horfið út í veður og vind. Núna ákvað ég að hafa þetta svolítið opið svo það sé kannski hægt að svindla pínu. Á árinu 2005 ætla ég að hugsa betur um heilsuna og lesa meira. Engar skuldbindingar hvernig ég ætla að hugsa betur um heilsuna né hversu margar bækur ég ætla að lesa á árinu.... Ég held að ég standi mig bara vel.



This page is powered by Blogger. Isn't yours?