<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, desember 29, 2004

Ég fékk bréf fyrir viku síðan frá Jill (stelpa sem ég kynntist úti á Spáni). Hún var að flytja til Kóreu og verður þar að kenna í eitt ár 5-6 ára börnum. Hún var svo svekkt því allt kennaraliðið var búið að panta sér ferð til Tælands yfir hátíðarnar en af því að hún kom svo seint, komst hún ekki með þeim. Svo fékk ég aftur bréf í dag þar sem hún segir að helmingurinn af kennurunum sé "missing".................... svo er ég að svekkja mig á því að mjólkin í teið mitt sé búin og ég nenni ekki að labba út í búð af því að það er rok og rigning........................



þriðjudagur, desember 28, 2004

Mig langaði að taka undir með Hörpu vinkonu minni harpahronn.blogspot.com taka símann, hringja í 907-2020 og senda 1000 kall í hjálparstarf Rauða Krossins í SA-Asíu. Held að allir hafi gott af því eftir jólin.

Við erum komin í bæinn aftur. Fengum fullt af pökkum, borðuðum MJÖG mikið, höfðum það stórgott og ég er að sjálfsögðu búin að hringja í 907-2020....

Gleðileg jól.



þriðjudagur, desember 21, 2004

Til hamingju stelpur að vera komnar í skóla-jólafrí :) Hlakka til að sjá ykkur um jólin.
Annars er ég bara komin í sveitina, ofsalega notalegt að gera ekkert og þá finnst mér sérstaklega gaman að þurfa ekki að elda neitt :) Stelpurnar, þá sérstaklega Rakel Birta er himinlifandi að vera komnar hingað og Rakel er í þessum töluðu orðum að þramma um gólf og syngja" I am crazy bestur, yes I am, I am crazy bestur, yes I am..... uppáhaldslagið hennar. Það náði yfirhöndinni í dag eftir að nómanómajei, nómanómanómajei datt niðrí annað sæti.



föstudagur, desember 17, 2004

Stelpur, við kunnum greinilega ekki að blogga! Var að lesa blogg 14 ára frænku minnar:

""Sælt verið fólkið :p veit ég er ekki buinn að blogga mikið nuna enn sóóó marrh les einginn etta bull kortiðer :p ÞAÐ ER LAUGARDAGSKVELD OG ÉG ER Í MASSHÍVUM FÍLING :D:D:D:D Jæjjja í dag gerði ég markt og mikið skemmtilegt :p hehe ég fór til xxxx sæduhh umm eitt leitið og við vorum brah eikkað á tjillinu enn hun þurfti að fara í ammæli til xxxxx 2. timum eftir að ég kom sem ég vissi ekki aleg af enn jæja.... já soo labbaði ég bara heim og eikkað so var ég bara á msn eikkað á tjillinu og horði á eikkerja mynd og sohhna .... ""

Massa fyndið!!!!



miðvikudagur, desember 15, 2004

Úfff... ég er ekki í nógu miklu jólaskapi þessa dagana - eins og það var nú svakalegt í byrjun des. Það hafa herjað veikindi á heimilið í tæpa viku sem einkennast af gubbi, hita, hausverkjum og fleiru. Það orsakar svo svefnlausar nætur, pirring, mikið kaffi, drasl, hrúgur af óhreinum þvotti, náttföt allan daginn og leti. Mitt í þessu öllu stendur jólatréð fullskreytt.. það á bara einhvernvegin ekki við núna. Ef einhver nennir að klára jólagjafainnkaupin fyrir mig og henda í nokkrar vélar þá er það vel þegið.



fimmtudagur, desember 09, 2004

Barnaland.is er upplýsinga/auglýsinga/umræðuvefur fyrir foreldra.. mömmur aðallega þar sem hlutir eru auglýstir og skipst er á skoðunum um hin og þessi mál. Ég fer oft þarna inn og skoða í gengum auglýsingarnar sem innihalda allt milli himins og jarðar.. allt barnadót auðvitað en líka bíla, hús, herbalife að sjálfsögðu, föt og núna er allt að verða vitlaust á vefnum því allir eru að selja eitthvað til að eiga fyrir jólunum. Ég t.d. auglýsti Diesel gallabuxurnar mínar þarna inni sem ég er búin að bíða eftir í 3 ár að ég komist aftur í.... en ég er búin að sætta mig við að það gerist ekki. Það er þvílík umferð á þessum vef og gersamlega slegist um gallabuxurnar mínar, eins og allt annað á þessum vef. En það sem merkilegast er, að inni á barnalandi.is nota konur tækifæri undir nafnleynd og slást með kjafti og klóm (þó aðallega kjafti). Þarna hafa myndast "barnalands-gengi" sem standa saman á móti hinum "kellingatussunum" þar sem allt og allar milli himins og jarðar eru rifið niður og traðkað á. Sumar umræður þar sem nokkrar konur skiptast á blótsyrðum út í hvor aðra geta varað í marga daga og oft eru einhverjar útskúfaðar út úr genginu. ´Hver kona hefur sitt "nikk" og um leið og óvinsæla nikkið signast inn byrjar skítkastið. T.d. sá ég eina umræðu sem var búin að standa í einhverja daga sem byrjaði svona: "Stelpur, finnst ykkur ég leiðinleg týpa hérna inni :´(" Ég varð náttúrlega að skoða hvernig ein svona spurning gat orskað svona langa umræðu (Harpa, mannfræðipæling handa þér!!) Flest öll svörin voru "nei alls ekki elskan mín" en svo kom eitt "já!" ... þá var krafist rökstuðnings á jáinu og þetta gekk sem sagt svona í laaaaaaaangan tíma. Mér finnst þetta náttúrlega bara fyndið því eins bjánalegan "girlfight" hef ég aldrei séð. Næstum jafn fyndið og þegar umræðan snýst um: "kallinn minn er svo ööööööööööömurleguuuur" :) Alltaf jafn fyndið! Ohhh hvað ég er ánægð með lífið!



þriðjudagur, desember 07, 2004

Stórgott hjá þér Soffía :) Halli er allur í þessum pakka líka, ég held að þið ættuð að styðja hvort annað í að koma öllum ljóðunum út fyrir næstu jól.

Þriðjudagur: Dagurinn minn þegar ég fer út án manns eða barna og geri eitthvað fyrir mig. Hingað til hef ég verið frekar dugleg, farið nokkrum sinnum í bíó, á kaffihús, á fyrirlestur og alltaf í góðum félagsskap. Í kvöld talaði ég við engan. Mér datt bara enginn í hug að gera neitt með... mér finnst allir vera uppteknir að læra eða vinna eða vera heima með kærustunum og börnunum og ég vildi ekki trufla neinn........ svo að ég fór ein á bókasafnið. Ég þurfti virkilega á ró og frið að halda eftir daginn og ég hefði geta eytt öllu kvöldinu á bókasafninu - ein. Þetta er örugglega einn sá mest róandi staður í Reykjavík. Eftir að ég var búin að fylla pokann af blöðum og bókum þá var samt klukkan svo lítið að mig langaði ekki að fara strax heim og "sóa" kvöldinu mínu.. svo að ég fór í Mál og Menningu og á Súfistann og las nokkur Interior Design blöð :) Ég er sko að hanna raðhúsið mitt í huganum. Ég var svo afslöppuð að það var ekki fyrr en ég kom heim að ég sá að ég hafði borgað tæpan 700 kall fyrir tebolla og mozartkúlu. Er það ekki svolítið mikið???? S.s. lítið að frétta hjá mér - en ég skrifa samt :)



Nú eru hin árlegu jólapróf skollin á með tilheyrandi inniveru og sóðaskap. Ég var að glugga í ljóðin mín og fann þá þetta kvæði sem ég orti í vorprófunum þegar mér var farið að blöskra lifnaðurinn á mér!!

Feldur á fótum
í fötunum ljótum
sorugir sokkar
og sóðaleg kinn
lyktandi lokkar
og lifnaðurinn
vonandi festir vit rótum!



mánudagur, desember 06, 2004

Það er minnst að gera hjá mér svo að ég má skrifa oft í röð....
Ég fékk tilboð í prentun á blaðinu mínu á föstudaginn. Ekki NEMA 1,4 millur í prentun og dreifingu :( stundum þegar strandar á einum hlut þá þarf lítið til þess að maður gefist upp, ég ætla bara að halda áfram að brosa og snúa mér eitthvað annað með blaðið. Breyta kannski aðeins hugmyndinni og ath hvort gott fjölskyldufyrirtæki, t.d. í Slóvakíu vill ekki prenta þetta fyrir mig :) Vinkonur mínar Marta og Stebba eru að láta gera viðskiptaáætlun fyrir sig. Komnar með vörumerki í huga og ætla/langar að gerast innflytjendur. Eða nánar tiltekið innkaupastjórar sem sitja 1x í mánuði á úti-kaffihúsi í suður Evrópu, sötra nokkrar rauðvínsflöskur og fara í pásum og versla föt fyrir búðina sína... og þær vilja fá mig með.... ekki leiðinlegt það :)





föstudagur, desember 03, 2004

More...
Ég vildi bæta við heimskupistilinn minn hérna nokkrum dögum á undan.
Ég var að lesa Da Vincy Lykilinn og það sem var búið að segja mér um þessa bók var að hún væri illa skrifuð og fyrirsjáanleg... en samt auðvitað spennandi og fín bók (það þarf nú oft að gagnrýna það sem gott er). Ég sá ekki að hún væri illa skrifuð... kannski illa þýdd á sumum stöðum en ég tók nú eiginlega bara eftir því af því að ég var sérstaklega að athuga það..... svo fannst mér hún alls ekki fyrirsjáanleg.... síðustu kaflarnir í bókinni komu mér oft mjög á óvart. Ætli þetta staðfesti ekki bara heimsku mína....................



Elsku Magga til hamingju með afmælið!!!!!!!!!!!!!

Ég var að hugsa um það í gær þegar Halli var að fletta handbókinni sinni "The Little Book of Money" sem er þrælvinstrisinnað rit um ógn kapitalisma og gildi andlegra gæða.....(keypt á hápunkti vinstrisinnaða námsins hans í Brightoin :) ), hvað allt í kringum okkur er orðið klikkað. Það snýst allt um peninga og völd (misjafnt um hvern ræðir) og ósjálfrátt dregst maður inn í þetta með öllum. Ég er orðin þreytt á að leigja þennan kjallara sem við búum í og ligg á netinu að ath. hvort ég geti ekki keypt mér raðhús, með garði, 3 svefnherbergjum og helst nýrri eldhúsinnréttingu. Ég kláraði landfræðina í HÍ og Halli sagnfræðina en núna er hann orðinn stjórnmálafræðingur og ég stefni á framhaldsnám í viðskiptafræði! Það gefur mér nefnilega meiri pening, meira atvinnumöguleika og líkurnar á því að ég geti einhverntíman keypt raðhúsið mitt aukast. Allir í kringum mig eru að fjárfesta í húsum og í dag nennir enginn að "hittast" í kjallaranum hennar Ingu því við verðum að hittast allar í nýja húsinu hennar fkjghnesorztuhkjsed. En þó ástandið sé svona þá eigum við (og margir í kringum mig) líka mjög auðvelt með að draga okkur út úr þessu því við allavega gerum okkur grein fyrir ástandinu. Það sem mér finnst sorglegast er þegar ég ræði við kunningjakonur/vinkonur/vini og þeim finnst bara eðilegt að steypa sér í skuldir, kaupa allt nýtt innbú og alls ekki sama hvar, liggja yfir Marie Claire til að sjá í hverju þær eiga að vera í vetur og bæta bara á yfirdráttinn endalaust af því að svona er bara lífið. Lífið er bara ekkert svona! Hvað ætli við höfum oft fengið spurninguna: " ha eigiði ekki bíl og eruð með 2 börn?????????" "eruði eitthvað þroskaheft???" ! Jú við erum örugglega eitthvað þroskaheft : ) en erum búin að vera í námi í 20 ár og eigum bara ekki pening til að kaupa okkur bíl. Það er víst bara engin afsökun lengur.



fimmtudagur, desember 02, 2004

Ég fór í ofnæmispróf í morgun. Þær hjá Húðlæknastöðinni sögðu að ALLIR ættu að fara í ofnæmispróf því það er svo margt sem fólk getur haft ofnæmi fyrir en veit ekki af. Plús það að svoleiðis próf kostar um 7000 kall og þau myndu græða feitt ef ALLIR færu í svoleiðis (7000x300.000 samasem 2100000000.. ekki slæmt það :)). Allavega þá ætlaði ég að fá staðfestingu á penicilinofnæminu sem ég hef haft frá því að ég var lítil stelpa og skellti mér því í eitt svona próf. Úr því kom að ég er ekki með ofnæmi fyrir penicilini heldur köttum, barrtrjám og svínakjöti. Reyndar ekkert bráðaofnæmi en daman ráðlagði mér að láta aðra um að skreyta jólatréð og ekki belgja mig út af hamborgarhryggnum um jólin. Hún hefði eins geta sagt mér að hætta að borða og hætta líka að gera mér eitthvað til skemmtunar. Þess vegna ætla ég að láta þessar niðurstöður sem vind um eyru þjóta... nema fínt að hafa ofnæmi fyrir köttum - hálf óhugnaleg dýr finnst mér :S

Helgin framundan. Alltaf jafnskemmtilegt. Kaffiboð á morgun hjá Möggunni, og vonandi sér maður þá líka tvíbbana sem maður sér nú orðið alltof sjaldan. :/



This page is powered by Blogger. Isn't yours?