<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, maí 16, 2004

Þá hef ég fengið það staðfest að ég brosi of mikið. Einn góðan veðurdag vaknaði ég og sá að ég er orðin hrukkótt í kringum augum og mér finnst það ekki skemmtilegt. Kannski er því um að kenna að ég er alltaf að hugsa eitthvað skemmtilegt og með eitthvað ansaglott á andlitinu.. ég verð að hætta því og hugsa bara um niðurdrepandi hluti eins og stríð, hjartasorg, náttúruhamfarir, AIDS og franskar kartöflur.
Ég verð líka að fara að sofa með gúrkubita fyrir augunum til að fá raka. Ég samt skil ekki alveg hvernig þeir haldast á sínum stað. Sefur fólk ALLTAF á bakinu? Ég ætla bara að nota teip og líma þá fyrir augun á mér. Það eru reyndar tveir aðrir kostir sem fylgir því að sofa með gúrku fyrir augunum; það verður dimmt og ef ég verð svöng get ég alltaf fengið mér smá miðnætursnarl án þess að fara á fætur:) Og það er nú alveg frábært:D



laugardagur, maí 08, 2004

Ja hérna hér. Mig dreymdi að við systurnar ættum appelsínugulan fisk í búri. Hann stækkaði geðveikt mikið og gat ekki synt í búrinu lengur. Við ætluðum að setja hann í baðkarið en þá eyddist hann upp og litla hjartað hans og lungun flutu á vatninu. Ég tók hjartað og framkvæmdi hjartahnoð og nuddaði lungun líka til að súrefni kæmi í þau en það gekk ekki neitt. Helmingurinn af skinninu á honum var límt við búrið:(
Ömurlegt!!!!!!



This page is powered by Blogger. Isn't yours?