<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Mig dreymdi um brunnklukkur í nótt. Þær litu reyndar úr eins og afkvæmin nema miklu miklu stærri og voru næstum eins stórar og slöngur. Ég átti heima í stóru miðaldahúsi sem var lýst upp með kertum á ganginum þannig að maður sá glytta í brunnklukkurnar út um allt. Pabbi sagði mér hversu grimmar þær væru og að ég yrði að drepa þær því oft kæmu þær inn í herbergið manns þegar maður svaf og skriðu ofan á manni og gátu jafnvel drepið mann ef maður var óheppinn. Ég tók með mér öxi og fór að elta þær uppi og reyndi að höggva þær í sundur en þær endurnýjuðu sig alltaf um leið og urðu heilar. Pabbi sagði þá að ég yrði að setja annan helminginn í epla-edik til að drepa þær alveg. Þessi veiði gekk mjög illa þannig að ég fór bara að sofa en tók öxina með mér í rúmið.

Jei.. í dag síðasti dagurinn í vinnunni og djöfull ætla ég að njóta hans:)




föstudagur, ágúst 20, 2004

OJJJJJJ!!! Í mesta sakleysi í vinnunni í morgun ætlaði ég aðeins að kíkja á karlaklósettin á tjaldstæðinu mínu... bara að tékka hvort vantaði pappír eða eitthvað.. þegar ég rak augun í eitthvað brúnt sem var á veggnum inn í einum básnum. Ó já... þetta var kúkur sem búið var að maka á vegginn auk þess sem fullt af kúkugum-klósettpappír lá á gólfinu. Ég hélt að þetta gerðu bara geðsjúkir glæpamenn... Ég hef sjaldan kúgast jafn mikið og þegar ég þreif þetta upp. En NB þetta er í annað sinn í sumar sem þetta gerist.

Síðan tapaði Ísland fyrir S-Kóreu í morgun á meðan ég skúraði... Getur dagurinn versnað?



mánudagur, ágúst 16, 2004

Ég var að spá. Er ekki hálf bjánalegt ef dóms- og kirkjumálaráðherra er ekki innan þjóðkirkjunnar. Þannig er ég að minnka möguleika mína til frama innan ríkisstjórnarinnar tilvonandi til muna. Sérstaklega þar sem landbúnaðarráðuneytið er nú þegar runnið mér úr greipum þar sem það gengur ekki að "grænmetisæta" tali um íslenska lambakjötið og ágæti þess og borði bara salatið í fínum matarboðum. Ráðuneytum sem ég get stjórnað fer ört fækkandi. Fjármála-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti eru úti af augljósum ástæðum.... áhugaleysis... ég held að þegar ég kemst til valda þá verði ég bara að útbúa sérhannað ráðuneyti sem hæfir mér og er gott fyrir land og þjóð. Þetta verður svokallað "gleðiráðuneyti" og það á að stuðla að gleði og hamingju fyrir land og þjóð!! Hver segir að ráðherrar séu allir þurrir og leiðinlegir? Setjið X við Soffíu;)



miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Oj þessi hiti er ómannúðlegur. 28 stiga hiti 2 daga í röð!! Ég er búin að vera að vinna í dag en fann mér ótrúlegustu afsakanir til þess að vera úti. Fór að týna rusl, spúla stéttina og hreinsa grasið á milli stéttanna... Það er svo heitt núna að ég stend pungsveitt við tölvuna og get ekki hugsað mér að tala við Ítaladjöfulinn sem hangir yfir mér í köflóttum kuldaskóm og er að gera mig geðsjúka.
Ég held ég hafi fengið "sign" frá Guði í fyrri nótt. Ég var harðákveðin í að segja mig úr þjóðkirkjunni en þá dreymdi mig einkennilegan draum. Ég var með systur minni í Frakklandi sem var að passa 2 krakka þar. Ég fór með henni heim til krakkanna en þá vildi nú ekki betur til en svo að þar voru tveir púkar frá djöflinum sendir og krakkarnir horfnir. Magga fór út að leita að krökkunum en ég var eftir heima að kljást við púkana og man ég glögglega að annar þeirra var kvenmaður. Ég reyndi hvað ég gat að yfirbuga þá en allt kom fyrir ekki. Kvenpúkinn var rosalega mögnugur og kom þá í ljós að þar var djöfullinn sjálfur holdi klæddur. Þá datt mér eitt til hugar. Ég signaði púkann og djöfullinn og fór með faðir vorið og náði þannig að yfirbuga þá báða. Eftir það hringdi ég í systur mína sem var einhvers staðar í dimmu stræti Parísarborgar að berjast við sína djöfla (bókstaflega) og var að tapa baráttunni og ég sagði henni að signa þá og fara með faðir vorið. Þá tókst henni að yfirbuga þá.
Eftir þennan draum komst ég að því að ég get ekki algjörlega afneitað tilvist Guðs, þó ég geti ekki sannað hana, og það sem jafnvel merkilegra er... þá býr djöfullinn í Frakklandi!!



þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Mig langar ekki að notfæra mér sturtuaðstæður í Sigurðarskála og Snæfellsskála!!http://www.egilsstadir.is/ferdafelag/skalar.htm



This page is powered by Blogger. Isn't yours?