<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Jæja... ég er að hugsa um að byrja að spila manager og hef nú þegar valið nokkra menn í liðið.

1. David James
2. Jamie Redknapp
3. Freddy Ljungberg
4. Fabio Cannavaro
5. Michael Owen
6. Raul
7. Alessandro del piero
8. Alessandro Nesta
9. Harry Kewell

Example ExampleExample

Árennilegt byrjunarlið?? F.v. Jamie Redknapp, Ljungberg og Cannavaro!!

Ég hef ekki ennþá fundið fleiri sem uppfylla kröfurnar sem þarf að uppfylla til þess að komast á listann en ef einhver er með hugmyndir endilega látið mig vita:)

Mig langar að þakka Einari frænda og Braga fyrir góðar ábendingar!!!




mánudagur, nóvember 29, 2004

17. des komast tvíbbarnir á Laugarvatni... en þú Magga?
Hvenær má svo koma í heimsókn með eina freyðivín og skála fyrir 3. des? Strax að heimaprófi loknu?



Fín helgi :D Fullt af gjöfum keyptar og mikið ráp með mömmu. Góður matur og gott vín. Jólahlaðborð á Hereford sem átti að enda með djammi en vegna barna-óþekktar var ég komin heim fyrir kl 10. Halli kom heim kl 5 eftir FRÁBÆRT djamm að hans sögn... nett pirr :)

Við erum boðin til Kóngsins einhverja helgi fyrir jól. Ég á að koma okkur saman um tíma og láta hann vita. Þar sem ég hef alltaf tíma verðið þið að láta mig vita hvenær hentar ykkur. Skiptir engu máli hvað helgi og hvort kvöldið það er.

Leiterspeiter



föstudagur, nóvember 26, 2004

Hlynur er ÆÐI!!!
Á fyrri blók minni gaf ég í skyn að hann elskulegi Hlynur minn út Grafarvoginum væri ekki herramaður og særði hann djúpu sári! Ég tek það allt til baka því á miðvikudaginn á Players bauð hann mér snakk... og lánaði mér vin sinn. Þess fyrir utan er hann "löðrandi í kynþokka" eins og Haffi tók svo vel til orða og með geðveikt flottan rass!! Ekki má gleyma því að hann kýs réttan flokk, borðar ekki dýr og heldur einsamall uppi vörnum hvíta liðsins...



fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Gott að heyra að ekkert kom út úr rannsókninni!
En ég skil þig með athyglisbrestinn.. hjá mér kallast þetta bara leti. Ég var búin að gera plan yfir allt sem ég þyrfti að gera í dag og ég er ekki byrjuð. Fyrsta lagi gat ég ekki vaknað og svo þegar mér tókst að skríða framúr eftir að síminn vakti migkl 9:30.. þá þurfti ég að opna tölvuna til að tékka á einu........ og núna er klukkan 11:39 og hérna er ég enn! Reyndar var þetta skemmtilegt símtal í morgun því mamma var að láta vita að hún er að koma á morgun! Einar... þú ert þar með, með partner á tónleikana annað kvöld. Held að múttu þætti meira en gaman að fara með honum Einsa sínum að tjútta. Sem sagt skemmtileg helgi framundan, væntanlega búðabrjálæði en það er bara stemming.. vona ég. Ég reyni að fara í búðir fyrir hádegi virka daga svo að ég leggist ekki niður í Kringlunni og froðufelli af brjálæði vegna allra sem eru búnir að reka sig utan í mig. Hef enga þolinmæði í troðning. En núna verð ég að fara að gera eithvað - EÐA ég geymi það þangað til á morgun, hef gamla háttinn á og læt mömmu gera þetta fyrir mig. Síjú





miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Geysilega skemmtileg bíóferð hjá okkur Margréti í gær á Bridget - eitthvað annað en "the Forgotten" sem við eyddum 800 kr hvor í, gosi og poppi. urrrr.

Smá komment á kommentið þitt Magga hér fyrir neðan :) Ég lofa... ekkert barnatal um eyrnarbólgur, svefnleysi, þvott, grát, tanntökur, óeðlilega margar kúkableyjur og magakveisu :) Ég get samt ekki lofað því að nöfn stelpnanna eigi ekki einhversstaðar eftir að koma fyrir ... svona þar sem maður er heimavinnandi 2ja barna móðir með lítið sem ekkert líf utan heimilis :)





þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Eftirfarandi STÓRfrétt verður að finna í Morgunblaðinu þann 2 desember:

Á blaðamannafundi sem haldinn var af ÍSÍ í gær var tilkynnt að bjartasta von Íslands, ofurkvendið og framtakskonan Soffía Björg Sveinsdóttir, væri á förum frá landinu á næsta ári þar sem hún hefur hlotið himinháan styrk frá ÍSÍ til að sæka þjálfaranámskeið í bandý í Noregi. Ætla má að við endurkomu hennar muni bandýíþróttin á Íslandi komast á skrið og stefnan verður tekin á HM í Singapore 2005 þar sem hún verður í lykilhlutverki sem þjálfari og í hinni banvænu sókn íslenska liðsins sem einkennist af fimi, lipurð, hraða og boddítékkum!! Henni til aðstoðar verða Friðrik og Oddgeir sem eru kunnir fyrir skipulagshæfileika sína og eljusemi.



mánudagur, nóvember 22, 2004

Eins og það er nú gaman að njóta lífsins með eitt lítið kríli heima, sérstaklega svona fyrir jólin - þá er ekki laust við að maður sakni allra sem núna eru á kafi í próflestri og hafa engan tíma til að skreppa með manni í búðir eða baka piparkökur eða skreppa í gönguferð og skoða jólaljósin. Rakel Birta dóttir mín er reyndar alltaf til í að leika og spjalla en yfirleitt fæ ég ekki að ráða leiknum og spjallið okkar endar oft á einhverjum kúka-nótum. Ég held að við Magga séum farnar að sakna litlu systkyna okkar sem komu í denn og lögðu undir sig íbúðinar okkar um helgar. Einar, þú ert hér með velkominn í sófann og mátt rusla til eins og þú vilt og jafnvel tala svolítið um kúk, Rakel Birta er líka farin að sakna spjallsins... hún nær einhvernvegin betur til þín. En allavega eftir próf þá býð ég ykkur í sterkt jólaglögg og kannski einhverjar girnilegar piparkökur sem Rakel Birta hefur bakað og málað sjálf - með puttunum :) Gangi ykkur vel að læra.



laugardagur, nóvember 20, 2004

Ég er ljóshærð og heimsk með eindæmum.
Ég fékk bréf frá Sólrúnu Karí vinkonu minni og í "from" stóð solrunkari. Ég las þetta að sjálfsögðu sem sol-runkari og opnaði til að sjá hvaða runkari væri að senda mér. Þá var þetta bara Karí ég var lengi að pæla í hvaða húmor þetta væri í henni því pósturinn var ekki á neinum runk-nótum. Seinna þegar ég las póstinn þá small þetta.. solrun-kari. Stupit BLOND! Þegar ég las bloggið frá Fíu þá fattaði ég þetta strax - þ.e.a.s. refill.... T-ið hafði bara dottið af fremst.

Ég verð alltaf svo afbrýðissöm þegar Olla frænka kemur til ykkar í rauðvínsþamb, og búðarráp þannig að ég hringdi í mömmu í gær og bað hana að koma til mín fyrir jólin svo að við gætum rápast pínu og fengið okkur smá í glas og sett upp "svipinn". Mamma er með króníska Reykjavíkur-fóbíu á háu stigi sem kemur alltaf fram þegar hugmynd kemur upp að fara til Reykjavíkur.... Ég ætla að láta þetta takast núna.

Bið að heilsa og skemmtið ykkur vel í Smáralindinni :) Ég kem með næst..



föstudagur, nóvember 19, 2004

Ég afsannaði tvær kenningar í vikunni:
Kenning 1: Allir strákar í Grafarvogi eru herramenn!!! Þá hitti ég Hlyn...
Kenning 2: Ljóskur eru heimskar. Tja... ég var að lita hárið á mér dökkt og hef sjaldan verið jafn heimsk. Hef komið með allavega tvö stórskemmtileg komment í vikunni en ekkert á eftir að slá það út þegar ég eyddi 2 mínútum í það að spá í hvað íslenska orðið "refill" þýddi sem stóð á spjaldi í 10-11. Eftir þessar 2 mínútur las ég allt spjaldið og þar stóð "refill" and telephone cards for sale here!! Hvað er hægt að vera dofinn.

Keppni og bjór í boði fyrir þann sem veit undir hvaða bragarhætti þetta kvæði er ort!! Þetta er nebblega svoldið sniðugt þegar maður fattar það og pælir í því!!!

Jarpur skeiðar fljótur frár
fimur reiða ljónið
snarpur heiðar gjótur gjár
glymur breiða frónið!!!

Jæja rauðvínspartý hjá okkur systrunum og mömmu í kvöld:)



Mamma er í helgarferð og gistir hjá mér:) Þó að ástæða heimsóknarinnar sé ekki skemmtileg frekar en fyrri daginn, stanslausar rannsóknir og eftirlit, er búið að vera geggjað gaman að hafa hana, búnar að elda góðan mat og slurka í okkur rauðvíni eins og við eigum lífið að leysa.. Erum að fara á morgun í verslunarferð og munum eflaust skemmta okkur hið mesta. Hún er reyndar sofnuð núna greyið, enda átti hún strangan dag.
Verð annars að segja að Nóvember er mesti afmælisdagamánuður ever, eða getur það verið að ég laðist svona svakalega að SPORÐDREKUM? Finnst það ótrúlegt, frekar "ógissleg kvækindi", svona alvöru í dýraríkinu, en ég held að ég þekki actually rúmlega 10 manns sem eiga afmæli í Nóvember, og lang flestir seinni part þess mánaðar... Einkennileg tilviljun. Nóvember er náttúrulega leiðinlegasti tími ársins fyrir skólabörn eins og mig, kannski ef Desember er frátalinn, en núna er maður einmitt á kafi í að klára einhver meiriháttar verkefni og hefur ekki tíma til að líta upp úr bókunum, hvað þá vera viðstaddur afmælisveislur!! Get ekki beðið eftir jólafríinu.......... lovely. Það stefnir allt í geðveik jól hjá Mýrafjölskyldunni, það er bara allsherjar ættarmót, sýnist mér!! Það verður spennandi að sjá hvað kemur útúr því, hvort jólaballið verði jafn athyglisvert í ár og það var í fyrra, þó flest mæli því í mót, sem betur fer!! En við sjáumst allavega þá:) Hlakka mikið til



VEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII! Núna getur mér hætt að leiðast :D Mér, hálfsysturinni, var í morgun formlega boðið að vera með í bloggi systranna (eftir smá kvabb að sjálfsögðu) svo að nú verður sko SKRIFAÐ! :) Ég kíki nefnilega á bloggið á hverjum degi til að athuga hvort er ekki komið eitthvað nýtt frá uppáhalds-frænkum mínum... en ... núna get ég þá allavega lesið frá sjálfri mér ;). Ég lofa - ekkert (einstaka undantekningar ef eitthvað stórmerkilegt gerist) BARNATAL.
Kv, Litla Padda hálfsystir



This page is powered by Blogger. Isn't yours?