<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, október 25, 2005

Þarf ekkert að skammast mín!!!
Í gær var kennarinn minn að tala eitthvað um áhættu í íþróttum og spurði háðslega yfir bekkinn: "... en þekkiði einhvern sem hefur slasað sig í keilu" eins og það væri eitthvað asnalegt eða ómögulegt. Ég var að hugsa um að standa upp og segja með stolti "já ég". Ég þarf ekkert að skammast mín fyrir það að hafa stigið á keilubrautina á sleipu keiluskónum (sem eru auðvitað BARA slysahætta) og flogið... já FLOGIÐ á rassinn á brautinni og legið þar haldandi enn á kúlunni í hendinni.
Ég skil heldur ekki af hverju ALLIR í keiluhöllinni horfðu á mig og hlógu á meðan ég lá á brautinni. Ekki er hlegið þegar fótboltakallar eru tæklaðir illa á vellinum eða þegar dýfingarmenn reka hausinn í pallinn.
Ég hef allavega ekkert að skammast mín fyrir. Ekkert frekar en Beckham, Barkley og Eiður Smári sem lenda, eins og ég, líka í íþróttameiðslum án þess að hlegið sé af þeim.



fimmtudagur, október 13, 2005

Rassafetish
Ég var að spjalla við stelpu um daginn sem sagði mér frá bróður sínum var haldinn algjöru rassafettisi. Hann var til dæmis með rassamyndir á veggnum heima hjá sér og sem background í tölvunni sem hann skipti þó alltaf reglulega um. Þetta fór fyrir brjóstið á systur hans sem ákvað að olíubera rassinn á sér og fá vinkonu sína til að taka mynd af honum. Þær fóru síðan og fótósjoppuðu hana til með því að búa til einhvern ægilegan bakgrunn. Vinkonan sendi bróður stelpunnar síðan tölvupóst með myndina af rassi systur hans sem viðhengi án þess að segja hvers rass þetta væri. Sagðist bara hafa fundið hann á netinu.
Nokkru seinna fór stelpan inn til bróður síns sem var í tölvunni og sá nýja backgroundið sem var jú rassinn hennar. Hún spurði hvort hann fílaði ekki rassinn og fyndist hann flottur og hann játaði því. Þetta væri alveg hreint geggjaður rass og hann væri sko alveg til í að taka í eina svona. Þá gat hún ekki orða bundist og hrópaði: Þetta er rassinn á mér ógeðið þitt!!!
Hvort hann hafi læknast af þessu rassafetishi veit ég ekki en betri leið til að gera heiðarlega tilraun til að lækna hana get ég ekki ímyndað mér. Bara snilld!!



sunnudagur, október 09, 2005

Grænmetisæta

Ég ætla hér með að svara í eitt skipti fyrir öll af hverju ég borða ekki kjöt.

Ég vil taka það fram að þetta er ekki áróðurspistill. Ég vil bara að fólk virði skoðanir mínar eins og virði skoðanir þeirra. Mér er alls ekki illa við fólk sem étur hold þó það sé í raun óbeinir morðingar ;)




mánudagur, október 03, 2005

Hræðilegur mannþekkjari

Ég hef þann hvimleiða galla að vera einn versti mannþekkjari sögunnar.

Til allrar hamingju var ég ekki uppi í Þýskalandi nasismans því mér hefði fundist sjálfur Adolf Hitler vera hinn ljúfasti maður og eflaust farið á nokkur deit með honum. Ég myndi telja að áhuginn sem hann myndi sýna mér væri vegna þess hversu góð manneskja ég væri en ekki vegna þess að ég væri ljóshærð með blá augu og af arískum kynstofni.

Hefði ég verið í Mongólíu á 13. öld hefði ég örugglega verið skotin í Genghis Kahn og fundist hann æðislegur og frábær manneskja. Ég hefði lofað hann í hásterrt við vini og vandamenn og sagt þeim að betri og góðhjartaðri mann væri ekki að finna á jarðkringlunni.

Kobbi kviðrista hefði verið elskhugi minn og hefði ég beðið hans heima á köldum vetrarkvöldum og hlakkað til að sjá hann eftir að hann væri búinn að vinna "yfirvinnuna" sína.

En blessunarlega þarf ég ekki að hafa áhyggjur af þessu lengur. Eiginmannsefni mitt er fundið og blessunarlega hef ég þekkt þann yndislega mann í mörg ár og veit því hvaða mann hann hefur að geyma. Hann er ekki nasisti, ekki illmenni, ekki fjöldamorðingi og ekki sjálfstæðismaður. Hann er allt sem kvenmaður gæti óskað sér og meira til.



This page is powered by Blogger. Isn't yours?