<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júní 28, 2005

Blóð, skítur og æla:
Já þessi þrjú óskemmtilegu orð koma sterklega upp í hugann þegar ég hugsa um helgina.

1. Blóð. Einfaldlega vegna þess að blóðnasirnar hafa verið nokkrar undanfarið. Ég var á hlaupabrettinu um daginn og fékk blóðnasir, ég setti á pásu á brettinu, náði í pappír, tróð honum í nösina á mér og hélt áfram. Sumir segja geðveik, ég segi bara að ég læt þessa fötlun mína ekki stjórna lífi mínu.

2. Skítur. Það var hundhelvíti sem gekk laust á tjaldstæðinu sem drullaði út um allt. "Greyið" var eitthvað slæmur í maga þannig að skíturinn var vatnskennd drulla sem lyktaði eins og holræsi í helvíti. Ég fór á svæðið með æluna í hálsinum og latexhanska og reyndi að skófla skítnum upp í pokann. Hundurinn horfði á mig með stórum hvolpaaugum á meðan þannig að það var erfitt að vera reiður við helvítið.

3. Æla. Ég átti hræðilegan dag á föstudaginn. Ég byrjaði á því að læsa mig úti á meðan ég lá í sólbaði. Um 2 leytið varð mér geðveikt óglatt og varð að fara inn að æla, það þoldi enga bið. En þar sem ég var læst úti þurfti að ég að troða mér inn um búrgluggann sem er nú ekki alltof stór. Ég var hangandi í gluggakarminum til sýnis fyrir nágrannana heillengi því það var erfitt að reyna að troða mjöðmunum í gegn. Ég rétt komst inn á baðherbergi áður en ég ældi. Ég ældi 10 sinnum um daginn og var hreinlega rúmföst. Það versta er að þennan dag var einmitt kökuveisla í vinnunni til heiðurs afmælisbarna vikunnar (mér til dæmis:) ) sem ég neyddist að láta framhjá mér fara.

Ég vona að orðin 3 fyrir næstu viku verði geðslegri og fallegri :)

Ég minni á bandýæfingarnar á Egilsstöðum í sumar!!



þriðjudagur, júní 21, 2005

Algerlega glaðvöknuð! Ég ætlaði bara að gefa systrunum færi á að tjá sig. Annars vil ég fá fréttir af U2. Er sjálf hress, litla barnið mitt er 1 árs í dag og foreldrarnir verða uppteknir allan afmælisdaginn.



This page is powered by Blogger. Isn't yours?