<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Jæja.. þá hafa sælgætisbréfin safnast ótæpilega í kringum mig eins og gerist víst þegar maður er að læra undir próf. En djöfull er leiðinlegt að sitja heima og læra allan daginn og hafa ekki samvisku í að gera neitt annað. Ég gerði helvíti góðan díl um daginn þar sem ég bað bandýfélaga minn að klára fyrir mig eitt stykki ritgerð (sem var næstum búin) og í staðinn fengi hann systur mína. Þar myndi ég slá 2 flugur í einu höggi og loksins koma systur minni út. Hann ætlar að koma í heimsókn bráðum með mömmu sína því skilyrði hans er að mömmu sinni líki vel við kvenkostinn. Þar sem ég þekki drenginn ekkert allt og vel þá get ég verið viss um það hvort hann hafi verið að djóka eða ekki... þannig að ég hef bakkelsið allavega til reiðu svona "just in case".
Ég var að ræða við vinkonu mína í gær um stöðu mála í heiminum á milli þess sem við reyndum að einbeita okkur að Max Weber og Nietsche. Við komumst að þeirri niðurstöðu að Ísland væri nær því að gerast 51. fylki Bandaríkjanna en að gerast meðlimur ESB. Þetta blessaða lýðræði er ekki alveg að virka á skerinu þar sem geðþóttaákvarðanir stjórnmálamannanna virðast vera einum of tíðar. Hins vegar kvartar fólk og kvartar en samt kýs það alltaf sjálfstæðisflokkinn aftur og aftur þó það sé í algjörri andstöðu við hagsmuni þeirra. Meirihlutinn er fífl. Fólk er fífl. Ég er fífl (þó ég sé í minnihluta). Það er þó allavega samræmi í því sem ég kýs og þeim skoðunum sem ég hef.... hversu gáfulegar sem skoðanir mínar eru eða ekki.
1. Mér finnst rugl að virkja og virkja. Náttúran er undirstaða lífs okkar og "af henni erum við komin og að henni munum við aftur verða." Þetta virðingarleysi við náttúruna eftir að við lærðum að "beisla hana" er ónáttúra. Ég get þó alveg sætt mig við "beislun hennar" þegar skaðinn er óverulegur.
2. Stríð er rugl. Í öllum tilfellum. Ofbeldi leysir aldrei vandamálið. Dráp á saklausum einstaklingum eru aldrei réttmætanleg. Mér finnst að það ætti að vera hægt að draga USA-menn og Bush fyrir alþjóðlega dómstóla fyrir glæpi sína.
3. Burt með skólagjöld. Það á að vera jafn réttur almennings til náms burtséð frá fjárhag. Ef skólagjöld verða sett upp á meðan ég er hér í námi þá fer ég til Danmerkur í mótmælaskyni og læt dekra við mig þar. Ég skora á aðra að gera hið sama.
4. ESB. Mér finnst Evrópusambandið æðislegt og frábært sem mótvægi við USA... ef það tekst einhvern tímann að mynda almennilega samstöðu meðal ríkjanna. Ég er ekkert sérstaklega hlynnt því að Ísland gangi í ESB en við vitum ekki kosti þess og galla fyrr en samningaviðræður eiga sér stað. Ef við fáum ekki góðan díl úr þessum viðræðum þá göngum við bara ekkert í sambandið. Það er samt ólíklegt að ESB skilji ekki aðstöðu okkar og vilji ekki koma til móts við okkur. Romano Prodi er snillingur enda hef ég mynd af honum ásamt Latrell Sprewell sem backgroundið á tölvunni minni. Ég skellti þeim saman í hinu mikla paint-forriti með glæsilegri útkomu. Þeir taka sig mjög vel saman:)

Jæja nóg af röfli í dag þó að þessi listi gangi endalaust áfram. Verð að læra því það er próf á morgun:'(








laugardagur, apríl 03, 2004

Fyndnast í heimi... Ég er búin að vera að hlusta á Deftones stanslaust í viku og að sjálfsögðu er þetta framtíð mín:) Hélt samt að ég yrði bassaleikari bandsins en gítarleikari er svosem ekki verra;)

Which Band Should You Be In? by couplandesque
Your Name
Band NameDeftones
RoleGuitarist
TrademarkPunk Rock Fashion Sense
Love InterestGuy Who Works At Wal-Mart
Created with quill18's MemeGen 3.0!



This page is powered by Blogger. Isn't yours?