<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júlí 31, 2005

Tapað-fundið!
Það er ýmislegt sem maður finnur þegar maður fer í daglegan ruslatínslu-rúnt á tjaldstæðinu og oft hef ég hlaupið í hláturs- ja eða grátkasti inn til að sýna hinum. Meðal þess sem fundist hefur í sumar er:

* Heill illa lyktandi silungur.
* Fylgibréf með endaþarmssmyrsli (í dag!!).
* 2 dauðir menn (áfengisdauðir - var ekki alveg viss í fyrstu- mjög skjerí).
* Saur - bæði manna og dýra. (svoldið kúgast)
* Fullur vodkapeli, hálffullur vodkapeli, full rommflaska, hálffull rommflaska, fullar bjórdósir o.fl. Ég hef að vísu ekki nýtt mér þetta enda tortryggin mjög.
* Karlmanns nærbuxur - einhver lent í smáslysi.
* Kvenmanns nærbuxur -einhver verið að skemmta sér.
* Hjólkoppar, garðstólar, slöngur (dekk -ekki dýrin)
* og svo margt fleira.
Það er greinilega allt að gerast á tjaldstæðinu.

Að lokum!!!
Ég vil óska okkur Karólínu góðrar skemmtunar á ballinu í kvöld á Neskaupsstað. Megum við skemmta okkur hið besta eins og um Verslunarmannahelgina í fyrra þegar við skyldum Akureyrarbæ eftir eld-rauðmálaðan og í rykmekki :)



fimmtudagur, júlí 28, 2005

Draumar enn og aftur.

Mig dreymdi í fyrri nótt að ég var að leika í auglýsingu fyrir Íslandsbanka sem var að breyta ímynd sinni og auka þjónustuna. Systir mín, sem var líka að leika, kom heim og sagði við mig: "Ég fór í bankann og nú er ég búin að koma öllu út sem mér lá á hjarta." Ég bara starði á hana skilninglaus en hún dróg mig með sér í bankann. Þar voru 3 básar. Einn sem á stóð gjaldkeri, næsti var þjónustufulltrúi og síðasti var sálfræðingur. Gjaldkerinn hreyfist um eins og elding enda svo fljótur að afgreiða alla því hann þurfti ekki að díla við alla sækópatana. Mér finnst þetta reyndar vera snildarhugmynd.

Annars er ég ekki sú eina í familíunni sem dreymi eins og asni. Pabbi minn var í nótt staddur á bænum Vaði í Skriðdal (þar sem stórbóndinn og snillingurinn Guðmundur Ármannsson á heima) og var að lýsa línustæðinu fyrir mótmælendum á ensku.
Gestrisni Guðmunds verður ekki dregin í efa og hver veit nema helsta útihátíð helgarinnar verði á túninu hjá honum.

Annars er lífið á Ártröðinni mjög ljúft þessa dagana. Skellibjöllurnar eru ekki heima og við pabbi erum bara ein og höfum það rólegt og óstressað.

Afmæli 28 júlí:
Tvær stórmerkilegar manneskjur eiga afmæli í dag sem mig langar að óska til hamingju!!

Hulda -"New York prinsessan" sem er búin að vera vinkona mín frá 2 mánaða aldri á afmæli í dag og er 26 ára. Til hamingju elskan mín og ég er að koma í heimsókn bráðum :)

Finnur- "Án efa skemmtilegasti skattstofuvinnumaurinn." Lyftingar, bandý- og sundfélagi með meiru er 27 ára í dag. Hann er karlkynsútgáfan af mér nema allt öðruvísi. Til hamingju með daginn :)



miðvikudagur, júlí 27, 2005

Ég er þeirrar gæfu aðnjótandi að vinnu-glugginn minn snýr að nýja Radison SAS hótelinu í Hafnarstræti/Pósthússtræti sem hefur hýst margan frægan síðan það var opnað í maí. Núna er staddur hér á landi hópurinn Jim Rose Circus sem mun sýna listir sínar annað kvöld á Broadway. Sá hópur dvelur sem stendur á Radison og hefur spókað sig grimmt á tröppum hótelsins síðustu daga. Ég hef verið að dunda mér á dauðum tímum vinnunnar að virða fólkið fyrir mér. Í hópnum er einn gríðarfeitur maður sem er liðugur eins og köttur og hringar sig saman innan um keppina sína. Einn er það heppinn að hann getur föndrað þannig við typpið á sér að úr verður hamborgari. Tveir úr hópnum geta hengt þunga hluti í tungu og augnlok. Og svo eru tvær stúlkur, önnur er klámmyndaleikkona og getur farið í reipitog við typpi með klofinu á sér og hin kannski líka.. veit ekki en vonandi. Svo til að toppa allt þá fær einn heppinn áhorfandi að sofa hjá klámmyndakonunni.

....og ég sem í barnslegri einlægni eins og mér einni er lagið, ætlaði að fara með börnin í Sirkus.



fimmtudagur, júlí 21, 2005

Er ekki svolítið undarlegt að taka þátt í spurningu plússins viku eftir viku í mörg ár og vinna aldrei 20 þúsund kall? Þetta er allt haugalygi! " Vinninghafi síðustu viku var 30 ára kona úr Kópavogi - BLA!"

Dúndur veður í höfuðborginni. Allir með bros á vör og grillspaðann á lofti, hleypa manni á undan í biðröðum og segja góða helgi við afgreiðslustúlkuna.. spurning hvað það endist lengi.

Ég mun fara á ótroðnar slóðir (inguslóðir) á morgun eða á Ísafjörð. Er bara orðin spennt. Hef heyrt að það sé ágætis-staður :-) En þarnæstu helgi munum við hjónaleysin fara í kærustuparaferð til Tallin. Það á að vera ágætis staður líka... Fyrsta skipti ein saman á erlendri grund síðan dætur okkar fæddust og það er ekki laust við að spennan sé að trylla mann. Þetta verður nú bara fárradaga ferðalag og planið er að hanga á sem flestum kaffihúsum, veitingastöðum, klúbbum, torgum og görðum á sem stystum tíma. Er eitthvað skemmtilegra??



Tvöfalt morð á tjaldstæðinu!!

Það var maður drepinn á tjaldstæðinu mínu með stórum viðardrumbi af manninum sem leigði litla húsið. Allir karlmenn á tjaldstæðinu tóku sig saman og umkringdu húsið með kyndla og barefli. Einn var í Víkingasveitinni og tók upp byssu og hóf skothríð. Maðurinn í húsinu var því drepinn. Daginn eftir komu kona mannsins í húsinu og dóttir og ákváðu að fara degi fyrr heim. Ég var lengi að velta því fyrir mér þegar ég endurgreiddi þeim nóttina hvort ég ætti að endurgreiða þeim gistigjald látins föður og eiginmanns! Fær látið fólk endurgreitt???

Já þetta gerist víst þegar maður sefur!!



laugardagur, júlí 16, 2005

Ég sendi þetta bréf fyrir nokkru síðan:

Kæri Dr Phil,
mig dreymir svo oft um fjöldamorðingja sem eru að elta mig og reyna að drepa mig. Þeir eru yfirleitt ómennskir að einhverju leyti. T.d gat einn stungið börnum upp í nefið á sér, sogið þau upp og tekið þau út um munninn á sér. Hann var reyndar svo hræðilegur að fólk var farið að grafa holur í jörðina og grafa sig lifandi því það var skárra en að lenda í þessari skepnu.

Annar fjöldamorðingi var úr þunnum málmi og þegar ég var að berjast við hann með búrhnífnum gat ég skorið hann í sundur en hann límdist alltaf saman aftur. Ég drap hann samt með því að taka af honum hjálminn sem hann var með og draga heilann á honum út.

Ég reyndi að drepa einn með hvítlauk, krossi og vígðu vatni. En allt kom fyrir ekki. Þetta virtist ekki duga á hann.

Hvað þýðir þetta Dr. Phil??



mánudagur, júlí 11, 2005

Vá ég er orðin óð í blogginu.. 3 blogg á einum mánuði. Hlýtur að vera met. Helgin var frábær og margt afrekað á stuttum tíma.

Afrek helgarinnar voru:

*Ég og Karólína steiktum okkur á sundlaugarbakkanum á föstudaginn og verðum í "hvítu bikiníi" innanundir fötunum um einhvern tíma.

* baugar group lenti í 2 sæti á bandýmóti ÚÍA og á erfitt með að sætta sig við það að vinna ekki.

* Ég reyndi að telja marblettina sem ég hlaut um helgina en þegar ég var komin í 20 nennti ég því ekki lengur. Ég er m.a með marblett á rasskinninni og síðunni eftir Sindra Þorkels... takk Sindri minn :)

* Ég átti "flugmetið" á mótinu. Þ.e flaug mest á hausinn með hjálp annarra (aðallega Sindra og Danna) Ég átti reyndar líka markametið og er að spá í að útbúa handskrifaða og myndskreytta viðurkenningu handa mér fyrir það og hengja uppá vegg í vinnunni minni.

* Fórum í partý til Finns sem viðurkenndi þegar við komum að hann hefði "gleymt" að bjóða öllum strákunum ... Þetta var fyrsta djammið sem ég tek í sumar en örugglega ekki það síðasta.

*Fréttir herma að útsendari á vegum bandýnefndar Ísland hafi verið á bandýmótinu að leita að efnilegum leikmönnum í landsliðið.



miðvikudagur, júlí 06, 2005

Egilsstaðir city!!
Það var dásamlegt að koma aftur til Egilsstaða eftir 2 daga ferð til glæpaborgarinnar Reykjavíkur. Vinaleg rigningin tók á móti mér á miðri leið í vélinni og bauð mig velkomna heim. Brosandi Kínverjar í jakkafötum biðu mín á flugvellinum og pollarnir á tjaldstæðinu mínu skemmtu sér konunglega þegar ég óð um svæðið að berja niður veðurbarða staura með stórum hamri. Já það er dásamlegt að koma heim!

Ég fór ekki á foo fighters tónleikana enda var ég í Grafarvoginum að baka tertu. Ég var alsæl og glöð og lagði mig alla fram á meðan gestir gerðu grín af mér. Sögur herma að þetta hafi verið ljótasta terta sem gerð hafi verið og var tekin mynd af gripnum eftir að hlátrasköllin dóu út. Ég mun aldrei giftast; ömurlegur bakari, grænmetisæta og fátæk!!



This page is powered by Blogger. Isn't yours?