<$BlogRSDURL$>

föstudagur, febrúar 11, 2005

Í heimsókn hjá Gro Harlem Brundtland
Nú styttist óðum í Noregsförina 11-13 mars þar sem ég og 2 bandýstrákar ætlum að skella okkur á bandýþjálfaranámskeið í boði ÍSÍ og Íþróttasambands Noregs! Nokkuð gott. Gro Harlem Brundtland tekur á móti okkur á flugvellinum og um kvöldið verðum við á einkatónleikum hjá Morten Harket og Eiríki Haukssyni sem kyrja norsk þjóðlög okkur til heiðurs!

Mósa systir er að fara á U2 tónleika á afmælinu mínu í sumar og ég er að springa úr afbrýðisemi. Ég var einmitt að spá í að búa til hefð og fara alltaf á stórtónleika á afmælinu mínu eins og ég gerði í fyrra þegar ég fór á red hot chili peppers. Það er hins vegar uppselt á U2 tónleikana og sökum fjárskorts lítur út fyrir að stórtónleikar ársins í ár verði Skítamórall eða Írafár nema seðlarnir fari að streyma inn!

Meistarinn mikli!!
Það er alltaf kúl að sigra í íþróttakeppnum og því get ég sagt með stolti að ég (ásamt 6 öðrum yngismeyjum í skólanum) er keilumeistari kvenna á Laugarvatni og fræg fyrir hinn sérstaka snúningstíl! Heyrst hefur að stúlkur frá Bifröst hafi farið ófrjálsri hendi um Keiluhöllina og stolið 6 pörum af keiluskóm og bleikri keilukúlu... hvurslags er þetta!



This page is powered by Blogger. Isn't yours?