<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Aldrei þessu vant er smá öndunarpása í vinnunni, og mér leiðist. Nenni ekki að skoða mbl.is einu sinni enn, einu síðuna sem mér dettur í hug að skoða. Óska hér með eftir ábendingum um skemmtilegar síður...
Ég er búin að vera á fullu að kaupa inn fallega muni á fallega heimilið mitt, sem ég get ekki beðið eftir að flytja inn á. Það fer að styttast, en ég tel niður stundirnar. Held það geti ekki verið gott fyrir sálina að búa of lengi inni á vinum og ættingjum. Þó er ég þakklát fyrir að hafa fengið þennan samastað á meðan ég beið eftir afhendingunni, því að annars hefði ég ekki haft efni á að “mubbla mig upp” :) Komst líka að því að það er voða gott að vera Héraðsbúi stundum, sérstaklega þegar Hattarafsláttur er í boði. Virðist skipta litlu máli hvort maður hafi einhverntímann sparkað í bolta á ævinni eða ekki.
Annars er ekkert að frétta, er bara búin að vera í rólegri kantinum undanfarið. Kíkti þá aðeins út um helgina og átti mjög athyglisverðar tvær kvöldstundir. Kynntist kínverskri menningu á föstudagskvöldið á barnum á Hótel Loftleiðum og á laugardagskvöldið lenti ég í kynferðislegri áreitni af hálfu kvenmanns, sem hingað til hefur haft sæmdartitilinn “vinkona”; en sé fram á að þurfa að endurskoða það. Það er ekki auðvelt að missa þennan heiður, en það getur gerst ef ekki er aðgát höfð á.
Vona að þið hafið það öll gott á nýja árinu, un leið og ég sendi Steingrími J. mínar bestu óskir um góðan bata.This page is powered by Blogger. Isn't yours?