<$BlogRSDURL$>

mánudagur, september 26, 2005

4 is the magic number.

Íslandsmeistaramótið í bandý var á sunnudaginn og UÍA kom með lið til mótsins. Við stefndum á 4 sætið því 4 er töff tala og okkur tókst það :) Lentum í 2 sæti í riðlinum en töpuðum báðum leikjunum í 4 liða úrslitunum. Við vorum kannski ekki alveg besta liðið í ár en við vorum pottþétt það fallegasta. Við tökum þetta bara á næsta ári.

Þakkir fá eftirfarandi:
* Siggi skólausi fyrir að finna skó.
* Böddi fyrir að vera GEÐVEIKUR markmaður... Hann á sko framtíðina fyrir sér og við seljum hann EKKI.
* Björgvin fyrir að eiga bestu fagnarlætin eftir skorað mark.
* Hjalti fyrir að vera eini maður liðsins til að fá 2 mínútur og að hlæja að bröndurunum mínum.
* Logi fyrir að skemmta sér og okkur vel.
* Beggi fyrir frábæra frammistöðu þrátt fyrir meiðsli.
* Óli Rúnar fyrir að mæta þó þunnur væri og ÆTLA að vinna
* Finnur fyrir að hækka fegurðarmeðaltalið og koma í sund eftir mótið.
* Karólína fyrir að jafna aðeins kynjahlutföllin og standa eins og hetja í strákunum.
* Elva Dögg og Svandís fyrir að vera bestu og fallegustu stuðningsmennirnir.

Ég hlakka til á næsta ári að taka á móti bikarnum!!!fimmtudagur, september 22, 2005

Óskráðar reglur íþróttahússins:

Ég gerði að gamni mínu stigaleik þar sem hægt er að sjá hversu margar óskráðar reglur íþróttahússins maður er að brjóta. Þeim mun fleiri stig sem maður fær þeim mun meira "kúl" er maður.

Hlýralausir bolir.
- Sexý kvenmaður: 10 stig.
- karlmaður í hlýralausum netabol: -10 stig

Stuttar stuttbuxur.
-Kvenmaður í kjörþyngd: 10 stig. (ekki þó svo stuttar að það sjáist í rasskinnarnar)
-Karlmaður í víðum og alltof stuttum stuttbuxum sem gengur ekki í naríum: -20 stig.

Tónlist sem spiluð er í salnum.
-Rokk og popp (undanskilið það fyrir neðan): 15 stig
-Homma- og píkupopp, country, eða Bo Halldórsson: -20 stig.
-Fréttatíminn: - 500 stig.


Lykt.
- Svitalyktaeyðislykt: 10 stig
- létt svitalykt: 3 stig
- svo sterk svitalykt að fólk hugsar hver hafi verið að reka við: -15 stig.
- Svo sterk rakspíralykt að fólki liggur við yfirliði eða uppköstum: -25 stig.

Æfingaval.
-Framstig: 5 stig
-Gagnkynhneigður karlmaður í framstigi: -10 stig.
-Gagnkynhneigður karlmaður í framstigi í neta-hlýralausum bol, stuttum og víðum stuttbuxum, með sterkan rakspíra og hlustar á fréttatímann: -1.000.000 stig. (margfeldisáhrif)

Þar hafiði það. Ef niðurstaðan er í plús eruði í góðum málum og örugglega dead-sexy í salnum. Ef ekki þá er betra að gera æfingarnar heima með Ágústu Johnson eða Jane Fonda.fimmtudagur, september 15, 2005


Einn tveir þrír fjórir fimm dimmalimm... -klukk-

Það er líka hægt að fara í leiki í gegnum internetið. Finnur var í eltingarleik við mig og hann klukkaði mig á bloggsíðunni sinni. Það þýðir að ég eigi að deila einhverjum 5 persónulegum hlutum með alþjóð sem eru kannski ekki á allra vitorði:

Hér koma mín dýpstu leyndarmál!!

1. Ég þekki engan sem er meiri sælgætisgrís en ég. Ég hef étið svo mikið nammi að ég ældi og svo hélt ég áfram að éta eftir að vera búin að æla. Ég hætti ALDREI fyrr en allt er búið úr pokanum. Ég hef mjög slæma reynslu af fríhöfninni og versla ALDREI sælgæti þar.

2. Ég fæddist vansköpuð.. þ.e það vantar á mig tunguhaftið. Það þýðir að ég kemst með tunguna upp á nef og get auðveldlega breytt lögun hennar. Ég get gert hana að feitum köggli og örmjórri slöngu og hreyft hana þannig sitt á hvað. Margir hafa líkt henni einmitt við slöngu og einn einstaklingur sem sá mynd af henni hélt að um getnaðarlim á hundi væri að ræða.

3. Ég bjó á Jamaica í eitt ár þar sem ég var skiptinemi. Ég var í strangtrúuðum stelpuskóla þar sem við þurftum að ganga í skólabúning og syngja trúarkvæði og jamaciska þjóðsönginn á hverjum degi. Við vorum 3 hvítar í um 500 manna skóla og ég sú eina næpuhvíta og ljóshærða.

4. Ég elska að hlaupa og hreyfa mig. Ef ég geri það ekki á hverjum degi verð ég brjáluð og græt mig í svefn. Því meira því betra. Íþróttir hafa alltaf forgang... Þess vegna fór ég á Laugarvatn því þá er ég eiginlega að læra heima þegar ég fer að sprikla :) Svo er ég auðvitað Bandýsjúk!!

5. Ég sem ljóð. Hef samið svona 1000 ljóð en er ekki mikið fyrir að sýna öðrum. Veit um fáa skemmtilegri leiki en að kveðast á.föstudagur, september 09, 2005

Stórslösuð með Stebba Hilmars!!
Mig dreymdi í nótt að ég og Stebbi Hilmars ættum í leynilegu ástarsambandi. Ég hugsaði mér að sjálfsögðu gott til glóðarinnar því hér eftir fengi ég alltaf ókeypis inn á böll með Sálinni og hefði einhvern til að syngja mig í svefn. Fyrir utan að við vorum ástfangin upp fyrir haus. En böggull fylgdi skammrifi því hálf kvenþjóðin varð æf og gerði allt til þess að skemma fyrir okkur elskendunum. Ég sótti ofsóknum kvenna sem karla og að lokum leið samband okkar undir lok. Hádramatískur draumur sem ég ætla mér að selja Sigurjóni Sighvats kvikmyndaréttinn af.

Kannski voru það kvalirnar í nótt sem stuðluðu að þessum draumi en ég tognaði á ökkla á körfuboltaæfingu í gær. Ég svaf semsé með annan fótinn upp í loftið og gat ekki hreyft mig enda líka tognuð á öðrum úlnliðnum. Ég þarf að mæta í glímu á eftir stórslösuð og það verður gaman að sjá hvar ég togna í dag enda læt ég ekki svona smáræði hindra það að ég ráðist á annað fólk.

Það á EKKERT eftir að stoppa mig frá því að mæta á Íslandsmeistaramótið í bandý... hvort sem ég mæti öll teipuð frá toppi til táar, í gifsi, fatla eða með hálskraga.. ég verð sko með liðsmönnum mínum til ómældrar gleði!!! Áfram Austurland!!!!!This page is powered by Blogger. Isn't yours?