þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Paranoja
Ég held ég sé mest paranojd manneskja í heimi. Undanfarið hafa ákveðnar aðstæður valdið því að ég hef verið alveg viss um að nú væri öllu lokið:
* Ég var að ná í verkfæri upp á hillu og fyrir ofan mig var risastór slaghamar. Ég sá fyrir mér hvernig hamarinn datt á hausinn á mér og ég lá í blóði mínu á gólfinu. Ég var ekki lengi að forða mér hljóðandi undan hillunni.
* Í hvert sinn sem ég fer í flugvél er ég handviss um að hún hrapi. Ég lít alltaf í kringum mig og horfi með samúðaraugum á samferðamenn mína sem grunlausir stigu upp í þessa fordæmdu vél.
* Það eru ekki bara flugvélar heldur ÖLL samgöngutæki. Bílar, lestir, sporvagnar, hestar... you name it. Allaf sé ég fyrir mér kvalafullan dauða minn þegar ég er á eða í þessum farartækjum enda backseatdriver-from-hell.
* Ég fór á hestbak í gær og reyndi að einbeita mér að náttúrunni og veðrinu. Ég leit á grasið og í því sá ég blóðslóð mína eftir að ég í huga mínum datt af hestbaki og festist í ístaðinu og drógst á eftir hrossinu sem hljóp að næsta grasbala.
Ég þarf að leita mér hjálpar eða fara að æfa víðavangshlaup ansi stíft!!!
Ég held ég sé mest paranojd manneskja í heimi. Undanfarið hafa ákveðnar aðstæður valdið því að ég hef verið alveg viss um að nú væri öllu lokið:
* Ég var að ná í verkfæri upp á hillu og fyrir ofan mig var risastór slaghamar. Ég sá fyrir mér hvernig hamarinn datt á hausinn á mér og ég lá í blóði mínu á gólfinu. Ég var ekki lengi að forða mér hljóðandi undan hillunni.
* Í hvert sinn sem ég fer í flugvél er ég handviss um að hún hrapi. Ég lít alltaf í kringum mig og horfi með samúðaraugum á samferðamenn mína sem grunlausir stigu upp í þessa fordæmdu vél.
* Það eru ekki bara flugvélar heldur ÖLL samgöngutæki. Bílar, lestir, sporvagnar, hestar... you name it. Allaf sé ég fyrir mér kvalafullan dauða minn þegar ég er á eða í þessum farartækjum enda backseatdriver-from-hell.
* Ég fór á hestbak í gær og reyndi að einbeita mér að náttúrunni og veðrinu. Ég leit á grasið og í því sá ég blóðslóð mína eftir að ég í huga mínum datt af hestbaki og festist í ístaðinu og drógst á eftir hrossinu sem hljóp að næsta grasbala.
Ég þarf að leita mér hjálpar eða fara að æfa víðavangshlaup ansi stíft!!!
föstudagur, ágúst 12, 2005
Ömurleg nótt!!
Í fyrsta lagi dreymdi mig að ég væri ólétt og ég vissi ekki alveg eftir hvern það var (aðallega þar sem enginn kom til greina).
Í öðru lagi voru áramótin og allir í veislu og að skemmta sér nema ég sem þurfti að vinna alein, kasólétt og fárveik. Með hita og ælandi.
Í þriðja lagi var ég komin í hræðilegt form með síginn rass og spikfeit allsstaðar en allir aðrir búnir að koma sér í geðveikt form og geðveikt flottir.
= Hræðilegasta martröð ever!!!
Nammibannið mikla
Ég fór í nammibann í vikunni og eftir sigurgöngu samdi ég eftirfarandi vísu í gleði minni:
"Sæt er sigurvíman
sigruð nammiglíman
Tókst mér loks að loka
ljótum nammipoka"
Ég féll að vísu á kvöldi 3 dags.
Í fyrsta lagi dreymdi mig að ég væri ólétt og ég vissi ekki alveg eftir hvern það var (aðallega þar sem enginn kom til greina).
Í öðru lagi voru áramótin og allir í veislu og að skemmta sér nema ég sem þurfti að vinna alein, kasólétt og fárveik. Með hita og ælandi.
Í þriðja lagi var ég komin í hræðilegt form með síginn rass og spikfeit allsstaðar en allir aðrir búnir að koma sér í geðveikt form og geðveikt flottir.
= Hræðilegasta martröð ever!!!
Nammibannið mikla
Ég fór í nammibann í vikunni og eftir sigurgöngu samdi ég eftirfarandi vísu í gleði minni:
"Sæt er sigurvíman
sigruð nammiglíman
Tókst mér loks að loka
ljótum nammipoka"
Ég féll að vísu á kvöldi 3 dags.