<$BlogRSDURL$>

laugardagur, apríl 30, 2005

Já við systurnar erum ekki alveg þær duglegustu í skrifunum enda hefur maður voðalítið að segja á þessum erfiðu tímum... þ.e prófatímum. Ég mútaði kærastanum mínum að ég kæmi sko ekkert í heimsókn til hans um helgina því ég þyrfti að vera að læra svo mikið nema hann myndi algerlega sjá um mig á meðan. Hann þorði nú ekki annað en að lofa því og nú eldar hann ofan í mig, gengur frá eftir mig, vaskar upp, réttir mér vatnsglös eftir þörfum, kaupir nammi handa mér og fleira og fleira. Ekki amalegt það;) Hann meira að segja fór á fætur með mér klukkan 9 í morgun og það er laugardagur til að sýna mér andlegan stuðning.
Ég fer austur í sumar og er að spá í að reyna að finna fólk til að æfa bandí svona 2 í viku með mér. Ef einhver þekkir einhvern sem er til er um að gera að láta vita. Mér finnst líka alveg lágmark að Austrið verði ef lið ef við náum að stofna deild sem nú er í bígerð og að Austrið verði með á næsta Íslandsmeistamóti!!!
Jæja lærdómurinn kallar og kellan kveðjur...fimmtudagur, apríl 14, 2005

Ég held að Film Festival sé úr sögunni hjá okkur. Við erum búin að þurfa pössun á hverjum einasta degi þessarrar viku og þeirrar síðustu. Allt vegna veikinda barna okkar, veikinda dagmömmunnar,veikinda sonar dagmömmunnar og yfirvinnu okkar :( Það verður bara að vera videó. Núna er Rakel veik og áðan þegar ég kom inn til hennar þegar hún var að gráta, spurði ég af hverju hún væri svona leið.. þá svaraði hún: "mamma, ég er bara að brynna músum".. ég þurfti nú bara aðeins að staldra við og rifja upp hvern fj. það þýddi aftur... jah ekki lærir hún þetta hjá okkur foreldrunum.föstudagur, apríl 08, 2005

Iceland Film Festival!
Langar að sjá um 20 - 30 myndir en þar sem ég á 2 börn og 1 mann þá gengur það ekki. Verð samt að sjá: Melinda and Melinda, La Mala Educacion og Motorcycle Diaries. Ef einhver vill sitja eina kvöldstund yfir börnunum mínum þá fær hinn sami pening fyrir spólu og snakki og 1000 kjell í vasann?? hmm? :-)miðvikudagur, apríl 06, 2005

Sumar reglur eru alveg stórfurðulegar.
Í flugvél þarf sætisbak og borð að vera upprétt, gluggaskermur uppi, beltin spennt, handfarangur undir sætinu fyrir framan eða uppi í farangursgeymslu, það má ekki vera barnastóll inni í vélinni ef ef það er gerð undanþága þar þá verður þú að halda á barninu í flugtaki og lendingu, stærri farangur þarf að fara í sérstaka geymslu svo hann verði ekki fyrir ef einhver ógæfa dynur yfir, slökkt verður að vera á farsímum og engin tæki sem senda frá sér útvarpsbylgjur mega vera í gangi...

..... þú sjálf/ur mátt samt sem áður vera algerlega PISSFULL/UR. ?! Er þetta ekki svolítið undarlegt?This page is powered by Blogger. Isn't yours?