<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Þá er ég búin að taka út djamm fyrir næstu 3 mánuðina. Er búin að djamma hverja einustu helgi frá áramótum, og er því dauðfegin að mamma er að koma á föstudaginn. Hún mun að sjálfsögðu gista uppí hjá mér, og ég efast ekki um að við munum skemmta okkur gríðarlega vel og finna okkur margt til dundurs. Höfum gott í matinn og með matnum og svona... Soffía er allavega búin að heimta að hún baki bolludagsbollur handa okkur, þar sem við fengum engar á bolludaginn, allavega ekki ég, en ég frétti þó að hún hafi rassskellt kærastann og krafist því af honum að hann gæfi sér bollur í staðinn.
Við héldum brillíant starfsmannapartý um daginn heima hjá Öllu og Gústa úti á Nesi. Við vorum búin að kría út áfengi hjá öllum birgjum, þannig að það má með sanni segja að við vorum vel birgð. Spiluðum Actionary, þar sem skipt var niður í lið, stelður á móti strákum. Rústuðum strákunum að sjálfsögðu, en svo komu Árni og Óli og þá var ekki alveg jafn gaman að þessu... Endaði niðri í bæ, á Ölstofunni þar sem ég hitti Röggu og Hrenna, fórum svo á REX þar sem ég gerði góða hluti. Endaði kvöldið á að húkka mér far með einhverjum piltum og lét þá skutla mér inn í Arnarfjörð, af því að ég ætlaði að labba heim!!
Um seinustu helgi var Stuðmannaball í Fífunni og ég fór þangað með Írisi og Þrúðmari og einhverjum frænda sem átti að koma mér saman við. Var nú ekki á þeim buxunum frekar en fyrri daginn en skemmti mér heví vel.
Annars er ég núna að dánlóda U2 og REM, því að tónleikaferðin mikla okkar Þóru er á næsta leyti. Hún byrjar á REM tónleikum í Manchester á þjóðhátíðardaginn okkar. Svo verður haldið upp á afmæli systur minnar á U2 tónleikunum, eins og ég held að hafi áður komið fram hér á þessari síðu.
Þykir verst að geta ekki tekið Spíjuna með, því það átti víst að skapa hefð fyrir þessu, en hún verður hjá mér í anda;)föstudagur, febrúar 11, 2005

Í heimsókn hjá Gro Harlem Brundtland
Nú styttist óðum í Noregsförina 11-13 mars þar sem ég og 2 bandýstrákar ætlum að skella okkur á bandýþjálfaranámskeið í boði ÍSÍ og Íþróttasambands Noregs! Nokkuð gott. Gro Harlem Brundtland tekur á móti okkur á flugvellinum og um kvöldið verðum við á einkatónleikum hjá Morten Harket og Eiríki Haukssyni sem kyrja norsk þjóðlög okkur til heiðurs!

Mósa systir er að fara á U2 tónleika á afmælinu mínu í sumar og ég er að springa úr afbrýðisemi. Ég var einmitt að spá í að búa til hefð og fara alltaf á stórtónleika á afmælinu mínu eins og ég gerði í fyrra þegar ég fór á red hot chili peppers. Það er hins vegar uppselt á U2 tónleikana og sökum fjárskorts lítur út fyrir að stórtónleikar ársins í ár verði Skítamórall eða Írafár nema seðlarnir fari að streyma inn!

Meistarinn mikli!!
Það er alltaf kúl að sigra í íþróttakeppnum og því get ég sagt með stolti að ég (ásamt 6 öðrum yngismeyjum í skólanum) er keilumeistari kvenna á Laugarvatni og fræg fyrir hinn sérstaka snúningstíl! Heyrst hefur að stúlkur frá Bifröst hafi farið ófrjálsri hendi um Keiluhöllina og stolið 6 pörum af keiluskóm og bleikri keilukúlu... hvurslags er þetta!This page is powered by Blogger. Isn't yours?