<$BlogRSDURL$>

laugardagur, október 30, 2004

Guten Abend.
Veit ekki alveg hversu lengi ég get notað afsökunina: Það er SVOOO mikið að gera hjá mér í skólanum... þannig að ég er að hugsa um að sleppa því að afsaka hvað það er langt síðan ég hef lagt mitt af mörkum á þessa fínu síðu (okkar) Soffíu.
Það hefur allavega drullumikið gerst síðan síðast, aðallega samt hjá öðru fólki:S
Má fyrst nefna að við Inga Mæja erum einar eftir í Piparjúnkuklúbbnum. Spáið í því!! En við erum ekki í kappi hvor okkar heldur þetta lengur út, við viljum ekki ná okkur í kall af góðum og gildum ástæðum, sem ég sé enga ástæðu til að útlista frekar hér;)
Djammið hefur minnkað heldur síðan í sumar, en ég tek nú vel á því annað slagið, sérstaklega þegar ég fer út á lífið með henni Ingu litlu frænku minni, þá er tekið á því eins og þetta sé í hinsta sinn.
Það var starfsmannapartý hjá Einari Ben, verslunarstjóra um síðustu helgi. Ég dó þar ekki og var ekki fyllst. JEI. Komst hinsvegar að mörgum merkilegum staðreyndum og duldum leyndardómum um samstarfsfólk mitt sem þeim ofur ölvuðum fannst þeir þurfa að deila með mér. Hehe, þeir sjá örugglega eftir því núna:D
Svo er ég gengin í alka-klúbbinn. Hann samanstendur af mér og Þóru vinkonu minni og bekkjarsystur frá Króknum, eflaust frænka mín, og þeim sem við nennum að hafa með í það og það skiptið. Við leggjum áherslu á áfengisdrykkju í miðri viku, og er aðalfundur haldinn á hverjum fimmtudegi, kl. 16.00, eða beint eftir tíma. Þá er drukkinn mikill bjór og talað illa um þá sem eiga það skilið. Að sjálfsögðu styðjum við það ef einhverjum dettur í hug að fá sér áfengi á öðrum dögum líka.
Hafið það gott, þar til næst
M
fimmtudagur, október 14, 2004

Kurt Rambis á Nellys!!
Jæja, ætli ég verði ekki að halda áfram að halda uppi heiðri síðunnar þar sem systur mín er að syndga á Norðurlandinu þessa vikuna.
Um helgina var hin árlega árshátíð bandýklúbbsins haldin heima hjá Gunna og viðurkenningar veittar fyrir nýjustu afrekin í bandýheiminum. Síðan var haldið niðrí bæ og á Nelly's var hálft Austurlandið mætt. Ég tjúttaði mikið með Hrafndísi sem dróg einn ljótasta mann sem ég hef á ævinni séð með okkur að dansa. Ég gat varla dansað ég hló svo mikið af honum (illa gert ég veit) enda líktist hann ótrúlega mikið Kurt Rambis, fornri "hetju" úr NBA heiminum. Við fórum síðan á 22 þar sem gömul lessa með klút á hausnum gerði sig líklega til að reyna við mig en blessunarlega kom drengur svífandi að mér og við dönsuðum salsa alla nóttina.

mánudagur, október 11, 2004

Ég er að missa mig í leynivinavikunni sem er í skólanum mína þessa viku. Maður fær geðveika útrás fyrir stalkerinn sem býr innra með manni með því að senda gjafir og semja ljóð til stráks sem veit ekkert hver maður er. Ég er farin að kvíða því þegar það er gefið upp hverjir leynivinirnir eru, sem gerist á morgun, því hann hlýtur að halda að ég sé þroskaheft enda búin að semja nokkur funheit ástarljóð til hans... það er fínt að fela sig á bakvið nafnleyndina.This page is powered by Blogger. Isn't yours?