<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júlí 25, 2004

Kristjana bauð mér með á Þingvelli í gær. Hún hringdi í mig og sagði mér að tjaldið, dýnan og svefnpokinn væru komin í skottið, maturinn og vínið líka, það eina sem ég þyrfti að gera var að keyra af stað eftir vinnu, og kannski smeygja mér áður í getnaðarlegu gammosíurnar mínar og ullarsokkana frá ömmu. Einar Hró, næstum því íslandsmeistari í spjótkasti, bauð mér í partý til að halda upp á næstum sigurinn, og fannst mér það vænlegri kostur. Var bara ekki að nenna að keyra á hálfónýtum dekkjum, útvarps- og tónlistarlaus, alein og á óskoðuðum bíl eitthvað út í sveit. Var þar með vísvitandi að brjóta á móti þeirri ákvörðun minni að nota hvert tækifæri til að fara út á land í sumar.. Bauð Ernu Kristínu í kjúlla og hvítvín, svo drifum við okkur á Hagamelinn, þar sem okkur var vel fagnað af Einari, Þorkel, Ágústi Fannari og Víði.
Allir gáfust snemma upp á jamminu, nema ég og Víðir sem vorum eins og síamstvíburar dancing the night away.  Á eftir fengum við okkur bát (Hlölla), og ég varð fyrir kynferðislegri áreitni í röðinni!! Hehe, segiði svo að það sé aldrei reynt við mig!
Annars er ég farin að hafa áhyggjur af hugarástandi mínu. Mér er farið að fara aftur í þroska. Lífið snýst um helgarnar, alveg eins og þegar ég var 15 ára. Er þetta eðlilegt? Þá er ég ekki nedilega að tala um drykkju, heldur bara skemmtun af einhverju tagi. Öll vikan rétt dragnast áfram og ég dragnast með henni, svo á föstudögum er ég með einhvern fiðring í maganum, ægilega hress og get ekki beðið eftir að kvöldið komi. Þetta er reyndar búið að vera mjög s-kemmtilegt sumar, ef frá er talin fjölmiðlafrumvarpsumræðan sem er komin út í öfgar og er (var) að gera hvern mann geðveikan.
Já, og svona bæ ðe vei, ef ég tala um það við einhvert ykkar að ég sé að fara á jammið, nenniði þá að minna mig á það að mér finnst fátt leiðinlegra heldur en að jamma í Reykjavík. Ég á það til að gleyma því, og er alltaf jafn fúl á sunnudögum fyrir að hafa virkilega ekki verið bara heima hjá mér í afslappelsi!laugardagur, júlí 24, 2004

Ég fékk geðveikt samviskubit þegar ég frétti að Davíð Oddsson hafði farið á sjúkrahús. Þessi einstaklingur sem ég hef gagnrýnt og hreinlega talað illa um er mannlegur eftir allt saman. Ótrúlegt hvað maður lítur oft á fólk sem er áberandi í fjölmiðlum sem holdgervinga einhvers, í mínu tilfelli var Dabbi holdgervingur hins illa. Ég vissi ekki einu sinni að hann hefði nýra en núna veit ég að hann á bara annað þeirra eftir.
Hannibal er veikur. Það lekur bremsuvökvi úr honum og ég býð eftir að tilvonandi eiginmaður minn komi af fjöllum og geri við greyið. Ég og Elmar Logi höfum gert samning þess efnis að ef hann verður moldríkur einhvern tímann ætla ég að giftast honum. Ég er nú að hugsa um að minnka kröfurnar aðeins því hann er svo helvíti duglegur við að koma hlutunum í lag og því ofur-praktískur eiginmaður. Í staðinn þarf ég víst að standa mig í eldhúsinu og það verður ekkert mál. Hann þarf að vísu að sætta sig við það að ég er hætt að borða kjöt. ALVEG! Mér finnst það ógeð og af hverju á ég að éta eitthvað sem mér býður við?? Ég get samt alveg skellt saklausu dýri í ofninn fyrir hann á tyllidögum ef hann óskar þess.
Ég var að spá í að skrá mig úr þjóðkirkjunni. Ég er orðin hund-heiðin og finnst hálf bjánalegt að vera skráð í eitthvað félag sem ég trúi ekki á. Annars hef ég ekki neitt á móti kirkjunni fyrir utan það að hún ætti að vera aðskilin ríkinu. Ágætisstofnun og trúin er mjög góð fyrir krakka. En ég trúi meira á menntun en félaga minn til margra ára Jesús Krist og vil þá heldur að skattpeningarnir (tilvonandi) fari til Háskólans. Mér finnst kristin trú ekki samræmast íslenskri menningu og í raun stórfurðulegt að hún hafi skotið svo sterkum rótum hér á landi.
Ég fór á Vopnafjörð á þriðjudaginn og á fyrsta sinn á ævinni "fór ég upp í sveit að elta gamla geit". Geitin var hundleiðinleg og vildi eiginlega ekki að ég klappaði henni.. helvítis geitin en djöfuls horn var hún með þannig að ég þorði ekki að segja neitt. Þetta var svo fyndið. Á bænum var einn hundur, ein kýr, einn heimalingur og geit. Kýrin hafði gengið heimalingnum í móðurstað og þau fylgdust að og lágu saman. Hundurinn var athyglissjúkur og þegar ég klappaði kusu stökk hann á mig til að ég myndi klappa honum frekar... algjör dúlluhundur.
Íslandsmótið í bandý fór fram fyrir viku og "Egilsstaðir city team" með mér, Sunnu og Karólínu hafnaði í fyrsta sæti í kvenna-deildinni. Jei ég er Íslandsmeistari í bandý. Hvað er nördalegra? Þetta er mesta snilldar íþrótt í heimi.
Jæja vinni vinni vinn... bis später.. ich liebe dich Klaus
sunnudagur, júlí 18, 2004

Vil byrja á að óska Rakel Birtu og Tinnu Sóley til hamingju með skírnina. Falleg athöfn í sveitasælunni. Það var gaman að koma heim, var heila 5 daga og naut hverrar mínútu. Vann í 2 daga og fór þá mað Gassa litla og Guddu gröðu í sumarbústað í Skorradalnum. Þar biðu Erna og Björn, sem daðraði við bragðlauka okkar alla helgina. Eldaði geggjaðan mat í hver mál, við hin lágum bara á meltunni og möluðum.
Á laugardeginum var okkur boðið í snjósleðaferð á Langjökul, Erna vildi nú frekar liggja heima með bók úti í garði, en við neyddum hana til að koma með (strákarnir urðu eftir og spiluðu GOLF). Þetta boð eigum við Þóru, vinkonu Ernu að þakka, því að vinur hennar er "gæd" þarna uppfrá. GEÐVEIKT í einu orði sagt. Útsýnið magnað og veðrið frábært. Á eftir hittum við strákana í sundi og fórum svo heim að borða meira... Í dag var svo farið að óskum Ernu og við grilluðum okkur í garðinum með bók í hönd. Semsagt, vel lukkuð ferð í alla staði, og vil ég bara lýsa ánægju minni yfir því að fara reglulega útúr þessari leiðindaborg. Hef staðið mig ágætlega í því að vera hér eins lítið og ég mögulega get yfir helgar!! Sátt við það.sunnudagur, júlí 11, 2004

Aquarius
You should be dating an Aquarius.
20 January - 18 February
Your mate is communicative, thoughtful and caring.
Though he/she can be tactless and rude and
sometimes self-interested, he/she enjoys the
intellectual experience of sex.


What Zodiac Sign Are You Attracted To?
brought to you by Quizilla

Auglýsi hér með eftir sætum og góðum vatnsbera!!This page is powered by Blogger. Isn't yours?