<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Jæja. Þá er Bush búinn að ákveða að samþykkja bann við því að samkynhneigðir gangi í hjónaband. Hvaða hugsanleg rök getur maðurinn haft fyrir sér í þessu önnur en hreinir fordómar? Það eru meira að segja fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar til að koma í veg fyrir þetta. Ég er brjáluð!! Bandaríkjamenn hafa alltaf trúað á þessu fleygu orð "All men are created equal" sem ég held að standi í stjórnarskránni meira að segja. Hvað þýðingu leggur Bush í þessi orð? Eru þeir sem eru kristnir og taka Biblíuna bókstaflega betra fólk en allt annað? Það á að standa einhvers staðar í blessaðri biblíunni að samkynhneigð sé röng. Af hverju var "Guð" þá að skapa samkynhneigt fólk? Erum við ekki öll börn "Guðs"? Erum við ekki öll systkini? Eru þá ekki öll hjónabönd sifjaspell samkvæmt Biblíunni... nei... þá tekur túlkunin við: "blóðsystkin" mega ekki giftast. Af hverju er þá ekki hægt að túlka samkynhneigðina í Biblíunni á einhvern annan hátt? Þar stendur ekki í boðorðunum "Þú skalt ekki giftast manneskju af sama kyni og þú". Fyrir mér er þetta hreint og klárt misrétti og ekkert annað. Bæði fyrir þá sem eru samkynhneigðir og fyrir þá sem trúa ekki öllu sem biblían segir. Ég ákvað að skrifa bréf til Bush fyrir hönd starfsmanns hans sem er greinilega ekki þörf fyrir:

Kæri Herra Bush:

Vil spyrja þig í þessu bréfi,
þokaðist aldrei að þér efi?
sofnaði sálin er hjartað dó?
Sýndist þér aldrei komið nóg?

Erfitt að skilja stríðsins fúss
skilur þú það herra Bush?
Mögulega skýra mál þitt
mönnunum sem gáfu líf sitt?

Herra Bush, sem hernað vildi
Hvar eru þín „kristnu“ gildi?
Því heilög hugsjón og valdaþrá
hljóta víst að stangast á.

-Þjóð þína til sigurs leiða
„þú skalt ekki mann deyða“
Mikil græðgi, góssið fá
girnast það sem annar á.-

Hvert er hið illa öxulveldi?
Hið er saklausan lýðinn felldi?
Kæri Bush ég segi upp störfum
sinni bráðum annars þörfum.

Þú hlustar aldrei, Horfin! Máð!
hunsar ávallt öll mín ráð.
Kíkjum karlinn hvernig fer,
í kosningum í nóvember

Sjaldgefinn sigur reynist hér
sé minnihluti að baki þér
Gerist varla næst, ég giska,
-Góða nótt, Þín Samviska.-

þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Ég var að skemmta mér heilmikið í nótt. Ég var í ferð í Írak á vegum Jay Leno sem var í svuntu. Við vorum að skoða heilsuböðin sem Ibsen skrifaði um í Þjóðníðingi. En ég var í öðrum erindagerðum. Inn á baði heima á Egilsstöðum var padda og stór padda var að elta hana. Ég bjargaði henni frá þessum örlögum og kom henni upp heimili í brauðkassa inn á baði sem hægt er að opna og loka. Mamma var ekkert rosalega sátt en þær verptu stórum eggjum og ég færði mömmu þau áður en þau frjóvguðust til átu. Pöddurnar urðu fleiri og fleiri og eignuðust börn og ég heimsótti þær oft og spjallaði við þær. Þær áttu mjög bágt en voru mér mjög þakklátar. Einn daginn komu 2 risastórar rauðar pöddur sem voru samfastar. Þær voru álíka stórar og litlir hundar. Ég var skíthrædd en Magga systir mín kom upp stórri músagildru og náði þeirri minni þannig. Síðan tók hún stórt spjót og ræðist á þá stærri og drap hana þannig. Pöddurnar voru okkur svo þakklátar en sögðu mér að fara til Íraks... ég var þar í björgunaraðgerðum. Ég bjargaði heilum plastpoka af ánamöðkum og kom með heim. Mamma var ekki glöð enda gaf ég henni egg sem innihélt unga. En það var komið að pöddunum að fara. Margar hverjar höfðu aldrei séð heiminn og tími til kominn að læra að standa á eigin fótum og bjarga sér. Ég kvaddi þær með söknuði og þær héldu sína leið.föstudagur, febrúar 13, 2004

Ég lenti í einkennilegri "lífsreynslu" í nótt. Ég er í nammibanni (nema á laugardögum) og mig dreymdi um sælgæti í alla nótt. Ég var í útlöndum í risastórri sælgætisbúð og var að kaupa bland í poka. Þar voru stórir hlaupsnákar eins og mér finnst svo góðir, alls konar lakkrís, súkkulaði af öllum gerðum og stærðum og cadbury's konfekt sem er það besta í heimi. Ég slefaði á afgreiðsluborðið þetta var svo gómsætt en konan var svo lengi að afgreiða mig. Loksins fékk ég pokann og ég tók strax einn cadbury molann og tók utanaf honum pappírinn og var að fara að setja hann upp í mig... þá kom Magga inn í herbergi og vakti mig til að fá bílinn... mig langaði að gráta.mánudagur, febrúar 09, 2004

Ástæðan fyrir því að ég hef lítið getað lært í dag... Ég hreinlega get ekki kíkt í ljóðabækur án þess að fara að semja sjálf og hér er afrakstur dagsins.
Heitir Leikur að eldi:

Leikur að eldi, leikur að þér
ljúf er hefndin, komið að mér
eld-rauð af brygðum og bræði
bál-vond af öskrum og mæði.

Ég syrgi sjaldan öfugugga.
Sá ég út um eld-húsglugga
víta-verða heita kossa
vítiseld af ótryggð blossa

Leikur að eldi, leikur hjá mér
líflítið bálið í hjarta þér
heiftin horfin, sálin auða
hefni mín með eldi og dauða

-gættu vitna, vertu málvör-
Viðstaddur að eigin bálför
satan sjálfur holdi klæddur
sýnist vera logandi hræddur

Leikur að eldi, leikur að þér
líflaus er askan í hendi mér
því af sárum svikum illur geldur
-slokknaður okkar ástareldur-sunnudagur, febrúar 08, 2004

Margt er skrítið í kýrhausnum og sömu sögu má segja um Eggertsgötu 20. Þar búa systurnar syndugu og sinna námi sínu eins og eðlilegt fólk. Við fyrstu sýn virðast þær nokkuð heilbrigðar og eðlilegar en þegar betur er að gáð má sjá að ekki er allt sem sýnist... Sú eldri stundar nám við ferðamálafræði til þess að setja Austurland á kortið og ná þangað til sín myndarlegum karlmönnum og sú yngri stundar nám við íslensku og stjórnmálafræði til þess helst að ná heimsyfirráðum... annars er skólinn helst dægrastytting frá magnaðri dagskrá Ríkissjónvarpsins.Loksins loksins... syndajátningarnar komnar á netið:)This page is powered by Blogger. Isn't yours?