<$BlogRSDURL$>

föstudagur, nóvember 16, 2007

Heilræði

Ég fékk helvíti gott ráð frá vinkonu minni um daginn.

Ef einhver er að glápa á þig og þér líkar það ekki skaltu færa fingurinn að nefinu og stinga honum varlega upp í aðra nösina. Síðan skaltu gjörsamlega gleyma þér við að bora í nefið af mikilli innlifun.

Það er víst stórkostlegt að sjá hvernig svipur fólks breytist í hryllingssvip þangað til það getur ekki horft á þig lengur.

Þeir sem ákveða að prófa þessa aðferð látið mig vita hvernig gekk!!!



laugardagur, október 13, 2007

UpDATE. Fréttir liðinnar viku!

* Krakkarnir í bekknum mínum áttu að skrifa hryllingssögu heima. Nóttina eftir að ég fór yfir verkefnin dreymdi mig varúlfa, leðurblökur og beinagrindur. Næst læt ég þau skrifa um nammi, ferðalög og Brad Pitt.

* Bikinitoppurinn minn losnaði þegar ég fór ofan í barnalaugina á miðvikudaginn. Þetta er í annað sinn sem þetta gerist en samt tvö ólík bikini. Blessunarlega var barnalaugin ekki full af saklausum börnum, bara 2 menn. Næst nota ég vatnshelt lím, nagla og hamar til að halda þessu kvikindi uppi.

* Ég er að hugsa um að sauma mér einhvers konar hlífðarsokkabuxur þar sem ég er meidd á báðum lærum, báðum ökklum, hnénu og stundum í nára. Hlífarnar eru hvort sem er svo margar að þær ná eiginlega saman.

* MIG LANGAR SJÚKLEGA Í BANDÝ!!!



mánudagur, júlí 16, 2007

Hvernig svarar þú í vinnusímann?

Ég er vön því að kynna mig með nafni í símann á stöðum sem ég er að vinna hjá. En hvað gerir maður þegar vinnustaðurinn rímar við nafnið manns? Í sumar nefni ég bara fyrirtækið og steinheld síðan kjafti.

Kjelling?

Ég hata að vera kölluð kjelling en hvað er ég annað fyrst ég gat ekki bakkað niður bröttu brekkuna hjá Prentsmiðjunni og alls ekki keyrt upp hana aftur. Ég kenni frekar þessari heimskulegu uppfinningu "beinskiptingu" um.



mánudagur, mars 05, 2007

Ekkert að frétta af systrunum?



mánudagur, janúar 22, 2007

Boðskapur?






þriðjudagur, desember 05, 2006

Dóni





Boðskapur sögunnar... stundum er í lagi að fara í lýtaaðgerð ;)



sunnudagur, nóvember 26, 2006

Leyndarmál foreldra






This page is powered by Blogger. Isn't yours?