<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, desember 27, 2005

Nýtt systkini
Ég og mamma vorum að skreyta á Þorláksmessu þegar hún spurði mig á meðan ég raðaði jólasveinum í hilluna hvað mér þætti um að eignast systkini. Ég varð mjög undrandi og spurði hvort hún væri að fara að eignast barn rúmlega fimmtug konan. Hún þagði í smá tíma og sagði síðan
"Nei, ekki beint".
Ekki beint? Ertu að fara að ættleiða.
"Já eiginlega" segir mamma.
Jesús minn... mamma er búin að gefast upp á mér og Möggu og heldur að hún eignist aldrei barnabarn og ætlar að ættleiða það hugsaði ég.
"já hvernig líst þér á að fá eitt lítið svart systkini?"
Emmm bara ágætlega sagði ég ringluð og reyndi nú að sýna stuðning.
"Já gott" sagði mamma. "Við pabbi þinn erum nefninlega að hugsa um að gerast heimsforeldrar og borga 1000 kall á mánuði til að barn í Afríku fái mat, föt og að ganga í skóla."
Ohhh mamma... þú ert svo mikill grallari ;)



miðvikudagur, desember 14, 2005

Draumaprinsinn - VARÚÐ VÆMNI. EKKI FYRIR ROKKARA, MORÐINGJA OG TÖFFARA!!!
Eins og sannir aðdáendur mínir og síðunnar okkar systra og hálfsystur muna eflaust eftir þá setti ég á bloggið þann 22. mars 2004 lista sem ég gerði af draumaprinsinum mínum þegar ég var yngri. Ég sá samt fljótlega að það var enginn leið að finna einhvern sem uppfyllti þessar kröfur og því pakkaði ég listanum saman og setti í skúffuna mína. Hér er færslan:

Þegar ég var aðeins yngri... ekki mikið samt... áttu strákar að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að vera eftirsóknarverðir:
1. Dökkhærður
2. 185-195 cm á hæð.
3. Æfa körfubolta og vera góður í körfu auk þess að standast þær kröfur að vera nokkuð góður í öllum eðlilegum íþrótagreinum t.d. handbolta, fótbolta, frjálsum, sundi og fl.
4. Greindur og fá ágætis einkunnir. Þó ekki bókaormur.
5. Fyndinn en ekki á kosnað annarra.
6. Vera með flottan brjóstkassa og líta vel út ber að ofan.
7. Elska mig skilyrðislaust og ekki horfa á aðrar stelpur.
8. Sætur
9. Horfa á NBA.
10. Ekki horfa á formúluna.
11. Má ekki vera sporðdreki og helst ekki fiskur
12. Kostur að vera tvíburi eða vatnsberi
13. Gera allt fyrir mig og ég allt fyrir hann
14. Kunna að gera við bíla og eiga bíl og skutla mér þangað sem ég vil fara.
15. Engin eða fá bringuhár takk en ekki raka þau af.
16. Enginn ógeðisperri.
17. Vera besti vinur minn og hægt að segja honum allt.
18. Óhræddur við að vera rómantískur og dýrka ástarljóðin sem ég sem handa honum
19. grannur en stæltur... já og bara allt annað.

Ég tók þennan lista til endurskoðunar og nú þarf sá hin sami að uppfylla 3 skilyrði:
1. Gagnkvæm virðing
2. gagnkvæm hrifning
3. Má ekki vera sjálfsstæðismaður!!

Gangi mér vel í leitinni að hinum eina rétta:D


Eins og glöggir einstaklingar taka eflaust eftir þá á þessi lýsing nákvæmlega við um kærastann minn. Þessi leit af draumaprinsinum er því ekki fyrirfram dauðadæmd og því hvet ég alla einhleypa kvenmenn að fara í skúffurnar sínar og taka upp krumpaða listann sinn og sætta sig við ekkert minna en það. Það er pottþétt leið til hamingjunnar.

ATH: Ég tek enga ábyrgð á því ef einhver kúgast yfir væmninni í mér. Ég varaði ykkur við. Farið þá bara að skoða splatter myndir og klám til að ná andlegu jafnvægi aftur;)



mánudagur, desember 12, 2005

Að springa úr ást





fimmtudagur, desember 08, 2005

Sólskin og sleikipinnar. Regnbogar allsstaðar!

Í dag er mesti hamingjudagur lífs míns.
Ég bjargaði Tomma frá drukknun á góðum tíma og þarf ALDREI að gera þennan andskota aftur. Þeir sem ekki vita þá var ég í verklegu prófi í björgun í morgun og hef ekki sofið af stressi af ótta við að drekkja "Chucky" eða sjálfri mér og þurfa að taka þennan andskota aftur.

Steingrímur stóð með mér allan tímann og blessun hans gaf mér þann styrk sem ég þurfti... já og kannski poweraid. Þá er ég hér með hætt að reyna að fita mig til að fljóta betur í marvaðanum enda ældi ég allan sunnudaginn af of mikilli nammineyslu. Belive it or not þá er ég komin með ógeð af nammi og vil ekki sjá þann andskota framar... allavega ekki fyrr en um næstu helgi.

Baywatch
Framinn er líka floginn af stað enda voru njósnarar frá Baywatch þáttunum á staðnum. Þeim leist svo vel á mig í marvaðanum og sundinu auk þess sem ég var "dem hot" í bómullarfötunum með sundhettu að þeir buðu mér starf í þáttunum. Ég verð yngri systir CJ Parker og heiti JC Parker. Einkenni mitt í þáttunum er vergirni og dvergafetish og ástarsamband mitt við Mitch Buchanon endar þegar ég sker af honum fæturnar. En meira ætla ég ekki að segja. Þið verðið bara að horfa á þættina.



This page is powered by Blogger. Isn't yours?